Evrukreppan skaðar atvinnumöguleika ungra

0
459
youth

youth

5. september 2012. Atvinnuleysi ungs fólks um allan heim muna aukast enn í kjölfar Evru-kreppunnar að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) kynnti í gær.

“Það er kaldhæðnislegt að tölur um atvinnuleysi ungmenna á næstu árum munu eingöngu fara lækkandi í þróuðum ríkjum, en hafa ber í huga að þetta kemur í kjölfar mestu fjölgunar ungra atvinnulausra hvar sem er frá upphafi kreppunnar,” segir Ekkehard Ernst, aðahöfundur skýrslunnar. 

Í skýrslunni er því spáð að hlutfall ungra atvinnulausra í þróuðum ríkjum lækki úr 17.5 % í 15.6% fyrir 2017. Spá sem sett var fram árið 2007 áður en kreppan hófst, spáði miklu meiri lækkun eða í 12.5%.

Það sem verra er, er að sú lækkun sem þó verður kemur ekki til af bættu ástandi á vinnumarkaðnum heldur af því að margt ungt fólk hreinlega dregið sig út af vinnumarkaðnum og eru ekki skráð atvinnulaust.

Mynd: SÞ-mynd/Paulo Filgueiras