FAO í fararbroddi í baráttu gegn ólöglegum fiskveiðum

0
493

14 mars 2007 – Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna  (FAO) hefur skorið upp herör gegn ólöglegum fiskveiðum sem stofna fiskistofnum í hættu.

Hefur stofnunin tekið forystu í tilraunum til að fá samþykktan bindandi alþjóðasamning um eftirlit í höfnum þar sem fiski er landað, hann unninn eða umskipað. Stefnt er að samningsgerð verði lokið fyrir 2009.

Í tillögum að samningi eru taldar upp ráðleggingar um hvernig koma má upp eftirliti. Þar á meðal er lagt til að bakgrunnur skipa verði kannaður áður en þeim er leyft að leggjast að bryggju, auk þess sem skjöl, farm og búnað verði kannaður. Talið er að þetta sé skilvirkasta aðferðin við að stemma stigu við ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum veiðum.

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21860&Cr=fish&Cr1=