Fimm ríki kosin í Öryggisráðið

0
427
sc

sc

16.október 2015. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Egyptaland, Japan, Senegal, Úkraínu og Úrúgvæ til setu í öryggisráðinu.
Ríkin eru kosin til tveggja ára og hefst kjörtímabilið 1.janúar 2016 og stendur til 31.desember 2017.

Ríkjahópur Vestur Evrópu og annara innan Sameinuðu þjóðanna kýs ekki ríki til setu í ráðinu í ár, því þau kosið er í þau tvö sæti sem hópnum er úthlutað þegar ártal er jöfn tala. Svíar hafa boðið sig fram til setu í ráðinu á næsta ári. Nýja Sjáland og Spánn skipa sæti hópsins eins og sakir standa.

Fimm ríki eiga fast sæti í Öryggisráðinu; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Fimm ríki voru kosin til tveggja ára á síðasta ári og sitja í ráðinu í ár til viðbótar. Þau eru Angóla, Malasía, Nýja Sjáland, Spánn og Venesúela.