5.hver glímir við geðræn vandamál eftir sextugt

0
511

 old

10.október 2013.  Meir en fimmti hver einstaklingur glímir við einhvers konar geð- eða taugasjúkdómaröskun, á efri árum,  svo sem geðraskanir eða þunglyndi. 

Þema Alþjóða geðheilbrigðidagsins að þessu sinni er  “Geðheilsa á efri árum”. 

 Mannkynið er að eldast. Frá árinu 2000 til 2050 mun hlutfall sextugra og eldri í heiminum tvöfaldast; aukast úr 11% í 22%.  Í stað 605 milljóna jarðarbúa, munu 2 milljarðar fylla flokk aldraðra árið 2050.

Oft og tíðum eru geðrænir kvillar ekki greindir og fara framhjá jafnt heilbrigðisstarfsmönnum sem hinum öldruðu sjálfum. Fordómar gegn geðrænum sjúkdómum valda því svo að fólk hikar við að leita sér hjálpar. Eldra fólk fær stundum ekki nægilega líkamlega umönnun eða sætir illri meðferð jafn innan heilbrigðis- og félagslega geirans sem í samfélaginu í heild. Slíkt getur svo aftur leitt til geðheilbrigðis vandamála. Sjá nánar hér.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á,  í ávarpi sínu á geðheilbrigðisdaginn,  að geðrænir kvillar herji á hundruð milljóna manna um allan heim:

 “Bilið á milli þarfarinnar fyrir umönnun og framboðs á slíkri þjónustu er breitt um allan heim og þar sem þjónustan er fyrir hendi er hún oft og tíðum ekki nógu góð,” segir framkvæmdastjórinn.

Ríki heims samþykkti Heildstæða aðgerðaáætlun á geðheilbrigðissviði 2013-2020, á Alþjóða geðheilbrigðisþinginu í maí á þessu ári. Með samþykktinni skuldbundu þau sig til að grípa til hnitmiðaðra og samhæfðra aðgerða til að takast á við afleiðingar geðheilbirgðisvanda en þunginn hvílir aðallega á hinum sjúku og fjölskyldum þeirra, að ekki sé minnst á umtalsverðan félagslegan- og efnahagslegan kostnað sem fellur á samfélagið.

 “Samþykkt aðgerðaáætlunarinnar er afar tímabær. Ég hvet einstök ríki, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og aðra aðila hvarvetna til að vinna náið saman að því að hrinda áætluninni í framkvæmd til þess að stuðla að betra geðheilbrigði fyrir alla,” segir Ban í yfirlýsingu sinni.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn ár hvert hinn 10.október að frumkvæði  Alþjóðasamtaka um geðheilsu með stuðningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna.