Alþjóðadagur stúlkubarnsins: Enn langt í land

0
463

133870

11.október 2013 . Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins hefur verið haldinn frá því 9.desember 2011. 

Tilgangurinn er að efla vitund fólks um réttindi stúlkna og þær sérstöku áskoranir sem stúlkur um allan heim standa frammi fyrir. Þemað í er menntun stúlkna.  Okkur ber siðferðileg skylda til að tryggja stúlkum menntun, en það eru líka sterkar vísbendingar að menntun stúlkna, sérstaklega á framhaldsstigi, geti haft afgerandi áhrif til hins betra á heilu samfélögin.

Þar sem menntun stúlkna eykst, sjást þess jákvæð merki í þróun samfélaga; fátækt minnkar, réttlæti eykst og lýðræði.

Réttindi stúlkna um allan heim hafa aukist, en þó njóta margar stúlkar um allan heim ekki lágmarksréttinda.

Margar stúlkur fá ekki að ganga í skóla af fjárhagslegum, stofnanalegum, menningarlegum eða öryggisástæðum. Gott dæmi er er hin 16 ára gamla baráttukona Malala Yousafzai,  sem skotin var í höfðu og hnakka í tilræði Tallibana í október 2012.  ble skutt i både hode og nakke i et attentatforsøk gjennomført av taliban. Yousafzai hafði lengi verið kunn í heimahéraði sínu í Pakistan fyrir baráttu fyrir menntun stúlkna. Hún fékk Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins 10. október og  er tákn um báráttuna fyrir jafnrétti og rétti stúlkna til menntunar.

Jafnvel þótt stúlkur fái að ganga í skóla, er námið oft ekki framarlega í forgangsröðinni og kennsla og námsefni ófullnægjandi.

”Við þurfum að hlusta á unga fólkið og taka tilllit til þess, því við þurfum á nýjum lausnum að halda, ef við eigum að finna lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir þegar menntun stúlkna er annars vegar, “ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á degi stúlkubarnsins.