Fjölmiðlafrelsi: Norðurlöndin á toppnum, nema Ísland í 18.sæti

0
30
Blaðamannafundur á vettvangi Norðurlandaráðs.
Blaðamannafundur á vettvangi Norðurlandaráðs. Mynd: Gwenael Akira Helmsdal Carre/norden.org

Alþjóðlegur dagur fjölmðilafrelsis. Ísland sker sig úr í hópi Norðurlanda og er í átjánda sæti á nýjum lista yfir fjölmiðlarfrelsi í heiminum. Hin Norðurlöndin fjögur, eru í fimm efstu sætunum. Blaðamenn án landamæra taka listann saman og árlega á Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis 3.maí.  

“Sjálfstæði fjömiðla, sem eiga undir högg að sækja á litlum markaði, er ógnað af pólitískum og efnahagslegum hagsmunaaðilum, sérstaklega sjávarútvegsgeiranum,” segja Blaðamenn án landamæra í rökstuðningi sínum.

Sérstaklega er bent á að blaðamenn, sem hafi rannsakað Samherjamálið, hafi sætt ófrægingarherferð og lögreglurannsókn.

“Þótt fréttamenn sæti sjaldnast líkamlegu ofbeldi, hafa konur í blaðamannastétt stundum sætt hótunum í símtölum eða á samfélagsmiðlum. Þetta hefur færst í vöxt á undanförnum árum.”

Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í þremur efstu sætunum. Holland er í fjórða sæti og Finnland í því fimmta.

Bretland er í tuttugasta og þriðja sæti og Bandaríkin í fimmtugasta og fimmta og hafa fallið um tíu sæti frá 2023.

Sjá nánar um Alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis hér.