Flosna upp vegna loftslagsbreytinga

0
483
18933293401 0184c9f805 z

18933293401 0184c9f805 z
25. águst 2016. Frumbyggjar í Alaska ákváðu í atkvæðagreiðslu á dögunum að flytja þorp sitt í heilu lagi vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem rekja má til loftslagsbreytinga.

Shishmaref er 600 manna þorp á lítilli eyju norður af Bering-sundi sem skilur að Bandaríkin og Rússland. Sjórinn vinnur á strandlengjunni og hverfa meir en 3 metrar í hafið á hverju ári, að því er fram kemur í rannsókn Verkfræðisveita Bandaríkjahers og Auburn háskóla í Alabama. Vísindamenn telja landrofið vera af völdum loftslagsbreytinga, en ís sem hefur verndað eyjuna frá stormum, hefur bráðnað. Sífrerinn, sem þorpið er reist á, er líka að bráðna.

ShizmasShishmaref, er eitt fjölmargra þorpa í Alaska sem standa andspænis aukinni hættu á flóðum og ágangi sjávar sökum hlýnunar jarðar.

Íbúar Shishmaref sem eru af ættbálki Inupiat fólksins, ákváðu í atkvæðagreiðslu að flytja sig um set. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem atkvæði eru greidd um flutninga því slík tilllaga var samþykkt 2002 en ekkert varð úr framkvæmdum.

Nokkur önnur samfélög í Alaska, Washngton og Louisiana-fylkjum hafa orðið að flytja sig um set vegna loftslagsbreytinga og hvarfs stranda, að sögn Norðurskautastofnunarinnar í Washington.

„Þetta er ekki í síðasta skipti sem Bandaríkin þurf að glíma við vanda samfélaga sem flosna upp vegna loftslagsbreytinga,“ segir Christina DeConcini, talskona World Resources Institute.

Talið er að kostnaður við flutninga nemi 180 milljónum Bandaríkjadala og yfirvöld hafa óskað eftir Inupiaqchildstuðningi fylkis- og alríkisstjórna. Flutningarnir gætu tekið tíu ár.

Í mars ákvað bandaríska innanríkisráðuneytið að verja 6.5 milljónum dala til að hjálpa frumbyggjum við að aðlagast loftslasbreytingum. Frá 2014 hafa meir en 140 ættbálkar og samtök þeirra fengið ríkisstyrki til að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Myndir:

1.Ian D. Keating Flickr: https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/

2. Strandlengjan í Shishmaref beach. Angela, Flickr: 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0).

3. Inupiaq-stúlka.  Angela, Flickr: 2.0 Generic (CC BY-NC-ND 2.0).