Börn í fararbroddi í baráttunni gegn Zika

0
465
zika main pic1 resized

zika main pic1 resized

24.ágúst 2016. Brasilía og mörg ríki Suður-Ameríku og í Karíbahafinu eiga fullt í fangi með að hafa stjórn á útbreiðslu Zika-veirunnar.

Börn í borginni Campina Grande í norð-austur Brasilíu læra nú eins og hvert annað fag að komast hjá því að vera bitin af Aedes aegypti moskítóflugunni. Bit hennar getur ekki bara valdið Zika-veirusmiti heldur einnig öðrum hættulegum smitsjúkdómum.

zika pic2 resized„Í tónmenntatímum læra börnin brasilísk þjóðlög, en textunum hefur verið breytt og fjalla nú um hættuna af moskítóbiti,“ segir Ana Maria Pereira da Silva, skólastjóri Maria das Vitórias Municipal skólans í hinum bláfátæka hverfi Bairro das Cidades í útjaðri Campina Grande. „Í raungreinatímum læra þau að búa til ódýrar flugnafælur úr sítrónu, alkóhóli, negli og olíu. Í listnáminu læra þau að tekna og lita moskítóflugur og hvernig koma má í veg fyrir að þær fjölgi sér.“

Þá tala heilsugæslustarfsfólk og læknar við börnin og útskýra hættuna af moskítóflugum. Þá setja krakkarnir upp örleikrit þar sem sumir eru í gerfi flugnanna og aðrir leika heilbrigðisstarfsmenn. Þau syngja, horfa á myndbönd og taka þátt í spurningaleikjum um þessi málefni.

Börnin í 120 skólum í Campina Grande eru betri en engin við að breiða út þekkingu til hundrað þúsund heimila bæjarins á því hvernig stöðva má útbreiðslu Zika-virusinn og ekki veitir af því heilsugæslan er fjársvelt og og fáliðuð.

Börnin ganga hús úr húsi og kenna fullorðnum og færa þeim heim sannin um að þau læra sitthvað zika pic3 resizedgagnlegt á skólabekk.
„Farið alltaf út með ruslið, hafið heimilið þrifalegt, passið upp á að tæma vatnsflöskur og snúa þeim á á hvolf að drykkju lokinni. Ef blóm og plöntur eru á heimilinu, og vatn er undir blómapottinum er gott að þekja með sandi,“ segir Maria Eduarda, sem er aðeins tíu ára í heimsókn á heimili.
Miguel ellefu ára er hinn ánægðasti. „Það er gott að láta gott af sér leiða í hverfinu.“

Nýjustu tölur benda til að árangur hafi náðst og moskítóflugum fari fækkandi, eftir að skorin var upp herör gegn þeim og reynt að stöðva þær í að fjölga sér. UNICEF í Brasilíu hefur unnið með 1100 sveitarfélögum í landinu, sem vinna eftir ákveðinni aðferðafræði til höfuðs Zika-veirunni.

Myndir: skólakrakkar athuga hvort vatnsgeymur við heimili í Campina Grande sé hreinn og hulinn svo að moskítóflugur geti ekki nýtt hann til að fjölga sér. UNICEF Brazil/2016/Libório

Börn í búningum í leikþætti um lækni og moskítóflugu. UNICEF Brazil/2016/Libório

Á þessu spjaldi segir að moskítóflugan þurfi eggjahvítuefni úr mannsblóði til að eggin klekjist út. Á 45 daga æfi flugunnar getur hún bitið 300 manns og verpt 450 eggjum. UNICEF Brazil/2016/Page