Flóttamannahjálp Palestínu kallar eftir fjárstuðningi Araba við palestínska flóttamenn í Líbanon

0
537

Vínarborg 8. október 2008: Forstjóri Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UN Relief and Works Agency (UNRWA)) hefur sent Arabaríkjum ákall um að koma til aðstoðar um þrjátíu þúsund Palestínumönnum sem misstu heimili sín í bardögum á síðasta ári í Nahr el Bared flóttamannabúðunum í Norður-Líbanon. Karen AbuZayd, forstjóri UNRWA bað Araba um að koma stofnunni til hjálpar við að veita flóttamönnunum mannúðaraðstoð. “Þessir flóttamenn hafa nú þegar mátt þola ótrúlega mikla neyð.”   

Karen Koning AbuZayd, forstjóri UNRWA bendir á að Arabar hafi ekkert látið af hendi rakna til flóttamannanna; það hafa raunar Bandaríkjamenn einir gert.

Í síðasta mánuði var farið fram á 43 milljóna dollar framlag til að koma upp bráðabirgðaþjónustu; matargjöfum og skýlum en hingað til hafa Bandaríkin, ein ríkja sent staðfest loforð um 4.3 milljona dollara framlag. Nokkur Evrópuríki hafa gefið til kynna að þau muni leggja nokkuð af mörkum. Arabaríki hafa ekki lagt neitt fé af mörkum. Starfsmenn UNRWA segja að ef fé berist ekki hið fyrsta verði að draga verulega úr bráðnauðsynlegri aðstoð enda kostar hún 2.5 milljónir dollara á mánuði. "Ef við fáum ekki aukafjárveitingar fyrir lok ársins verðum að skera niður þjónustu við flóttamennina. Við getum ekki látið það gerast,” sagði AbuZayd.