Flóttamannaliðið á Ólymíuleikunum: boðberar vonar 

0
8
Flóttamannaliðið á Ólympíuleikunum í París
Flóttamannaliðið á Ólympíuleikunum í París. Mynd: Alþjóða ólympíunefndin.

Flóttamannalið. Ólympíuleikarnir í París. Fyrsti kven-breikdansari Afganistans, boxari frá Kamerún og sýrlenskur júdómeistari eru á meðal liðsmanna Flóttamannaliðs sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í París sem hefjast í júlí.

Alls er Flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum.

Þrautseigja

„Þið sýnið með þátttöku ykkar í Ólympíuleikunum þá þrautseigja og styrk sem býr í í hverjum manni,“ sagði Thomas Bach forseti Ólympíunefndarinnar þegar hann tilkynnti liðskipan flóttamannaliðsins. „Með þessu er sendur vonar-boðskapur til þeirra rúmlega 100 milljóna manna um allan heim sem flosnað hafa upp og flúið heimili sín. Á sama tíma er fólk um allan heim minnt á vanda flóttamanna.“

Ólympíuleikarnir standa yfir frá júlí til ágúst í París.
Ólympíuleikarnir standa yfir frá júlí til ágúst í París. Mynd: © International Olympic Committee

Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR.

Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar.

Breytinga-afl íþrótta

Filippo Grandi Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Flóttamannaliðinu bæri að vera áminning til allra um þrautseigju, hugrekki og vonir allra þeirra sem hrakist hafa að heiman vegna átaka og ofsókna.

 Fyrsti kven-breikdansari Afganistans, Manizha Talash, keppir í París. Mynd: © International Olympic Committee

Fyrsti kven-breikdansari Afganistans, Manizha Talash, keppir í París. Mynd: © International Olympic Committee

„Liðið minnir okkur líka á að íþróttir geta gegn jákvæðu breytinga-hlutverki fyrir þá sem orðið hafa fyrir erfiðri reynslu þegar líf þeirra hefur raskast við hrikalegar aðstæður,“ sagði Grandi.

Flóttamannalið tekur nú í þriðja skipti þátt í Ólympíuleikum. Fyrsta skiptið var á leikunum í Rio de Janeiro 2016 en liðið sem mætir til leiks í París í sumar er það fjölmennasta til þessa. Að þessu sinni fær liðið sinn eigin fána en hingað til hefur það fylkt liði undir Ólympíufánanum.

Keppendur í flóttamannaliðinu hafa margir hverjir notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Mynd: © International Olympic Committee

Keppendur í flóttamannaliðinu hafa margir hverjir notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Mynd: © International Olympic Committee

Hverjir keppa?

Keppendurnir úr hópi flóttamannanna muna keppa í ýmsum greinum, þar á meðal í fyrstu breikdanskeppni á Ólympíuleikunum. Á meðal þeirra eru:

Manizha Talash, sem er fyrsti kvenkyns-breikdansari í sögu Afganistan.

Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta kona sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins.

Adnan Khankan hefur stundað júdó frá því hann var lítill drengur í Sýrlandi. Hann neyddist til að flýja land og settist að í Þýskalandi. Hann minnist þess hve það hafi verið hvetjandi að fyljgast með flóttamannaliðinu í Rio 2016.

Edilio Centevo Nieves var skotfimimeistari Venesúala þegar hann flúði heimaland sitt. Hann býr nú í Mexíkó.