Flóttamenn í Líbýu:

0
470

33 börn til Noregs

LíbýaÞrjátíu og þrjú börn eru komin til Noregs á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Börnin höfðu hrökklast frá Líbýu til Túni þar sem þau hafa dvalist í flóttamannabúðum. Alls höfðust 90 börn og ungmenni við í búðum í Túnis eftir að hafa orðið viðskila við foreldra eða misst þá í upplausninni þegar uppreisn braust út gegn stjórn Kaddafís.

Flest barnanna eru frá Sómalíu, Súdan, Eþíópíu og Erítreu að sögn Adrian Edwards talsmanns UNCHR.

Tekist hefur að koma þrjátíu og níu af alls 90 börnum. Börnin hafa þurft að treysta á aðstoð vina og vandamanna auk hjálparstarfsmanna. Börnin fara flest til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur.