Hreinlæti:

0
472

Hættið að gera grín að alþjóðlega klósettdeginum  !

Front page

Sennilega er ekki gert jafn mikið grin að neinum alþjóðadegi og Alþjóðlega klósettdeginum (19. nóvember) , nema ef vera skyldi alþjóðlega handþvottadeginum. En í raun er eina ástæðan til að gera grin að þessum dögum sú, að þeir spanni aðeins einn dag því þessi málefni eiga skilið athygli okkar 365 daga ársins – allan sólarhringinn!
Skortur á hreinlætisaðstöðu er nefnilega hljóðlátur barnamorðingi: tuttugasta hverja sekúndu deyr barn í heiminum af völdum sjúkdóma sem rekja má beint til slæms hreinlætis. Samanlagt er þetta meiri fjöldi en allra þeirra sem deyja af Alnæmi, malaríu og mislingum samanlagt.

Kannski ætti að setja fé til höfuðs þessum fjöldamorðingja sem drepur 4 þúsund börn á hverjum degi. Hingað til hefur heimurinn náð minstum árangri í að ná þeim Þúsaldarmarkmiðanna um þróun sem snerta hreinlæti. Aðalástæðan er fjársvelti.

 “Það er góð fjárfesting og góð kaup í að veðja á hreinlæti,” segir Catarina de Albuquerque, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna á sviði þeirra mannréttinda sem aðgangur að vatni og hreinlæti eru. Fyrir hverja eina krónu sem fjárfest er í hreinlæti skila átta sér til baka í minnkuðum kostnaði og aukinni framleiðni.  
Það myndi kosta $14.5 milljarða að tryggja aðgang allra jarðarbúa að hreinlæti fyrir árið 2015 (þegar Þúsaldarmarkmiðunum á að vera náð) að því er kemur fram í rannsókn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) frá 2006.

“Þetta virðist vera há upphæð”, segir de Albuquerque. “En ef þetta er sett í samhengi þá er þetta minna fé en fólk í ríku löndunum eyðir í vatnsflöskur á ári.”  
Fimmtándi október er Alþjóða handþvottadagurinn. Þann dag á síðasta ári  minntu Sameinuðu þjóðirnar fólk um allan heim á að skilvirkasta leiðin til að hindra smit sjúkdóma væri að þvo hendur með vatni. Voru allir en þó sérstaklega börn, hvattir til að leggja þetta í vana sinn. Sýklar sem bera með sér sjúkdóma eiga greiðan leið til barna með óhreinum höndum þeirra.  

Handþvottur, til dæmis eftir klósettferðir eða fyrir matseld er auðveld og ódýr leið til að fækka um helming tilfellum niðurgangspesta (drepur 1.1 milljón barna á ári)  á meðal barna yngri en fimm ára og draga um fjórðung úr tilefellum öndunarfærasjúkdóma (drepa 1.2 milljónir manna árlega.)
“Sápa er hvergi ófáanleg jafnvel ekki í þróunarlöndum,” segir Therese Dooley, hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðoanna (UNICEF). “Sápa er til á langflestum heimila jafnvel hinum fátækustu. Vandinn er sá að sápan er mest notuð í fataþvott og böð en ekki til handþvotta.”

Þannig að þvoið ykkur um hendurnar eftir klósettferðir og hættið að gera grin að handþvotta- og klósettdögunum!  Sjá nánar: www. http://www.unric.org/en/sanitation