Framkvæmdastjórinn minnist látinna friðargæsluliða

0
481

2. maí  2007 –   Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heiðraði í dag minningu meir en hundrað friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem fórnuðu lífi sínu í þágu friðar árið 2006. Hét hann því að tryggja öryggi þeirra sem störfuðu við friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna um allan heim. 

Ban Ki-moon lagði blómsveig að minnismerki um látna friðargæsluliða við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum SÞ í New York í tengslum við Alþjóðlegan dag friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna.  Ban benti á í ræðu að verkefni Sameinuðu þjóðanna væru öðrum fyrirmynd í því að mismunandi ríki öxluðu sameiginlegar byrðar.”Við megum aldrei gleyma því að það eru einstaklingarnir sem bera þyngstu byrðina.”  
Ban benti á að síðasta ár var fjórða árið í röð sem fleir en eitt hundrað karlar og konur létust í þjónustu friðargæslu Sameinuðu þjóðanna.  “Við höfum aldrei áður fylkt liði jafn víða og fleiri hermenn, lögreglumenn og borgaralegir starfsmenn starfa nú á okkar vegum á hættusvæðum í Súdan, Mið-Austurlöndum og Haiti,” sagði hann. Hann minntist sérstaklega friðargæsluliðans Ehab Nazih, frá Egyptalandi sem drepinn var í Darfur en hann er síðasti friðargæsluliði sem týnir lífi í starfi.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkt árið 2002 að Friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna yrði minnst 29. maí ár hvert. Þann dag tók fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna til starfa – Truce Supervision Organization (UNTSO)- árið 1948 í Palestínu. 
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=22709&Cr=peacekeep&Cr1=