Gro Harlem Brundtland og Connie Hedegaard: Tími til aðgerða í Rio

0
567

Gro Harlem Brundtland. Rio+20.Barn sem fæðist í dag, mun hafa náð átján ára aldri árið 2030. Þegar þar að kemur mun heimurinn þurfa 50 prósenta aukningu á matvælum, 45 prósenta aukningu á orku og 30 prósenta aukningu á vatni. Þetta eru því gífurlegar áskoranir. Hvernig getum við komið til móts við kröfur nútímasamfélagsins um aukin matvæli, hita, ferðakosti og svo framvegis á sama tíma og við tökumst á við loftslagsbreytingar?

Við þurfum á aðgerðum að halda frá stjórnvöldum og sérfræðinganefndin leggur til að við, stjórnmálamenn, setjum á laggirnar verðpólitík sem hvetji til neyslu á umhverfisvænum afurðum. Við verðum að hvetja fólk til að meiri umhverfisvitundar og sjá til þess að þeir sem menga borgi.

Það þarf að leggja aukna áherslu á hlutverk kvenna og ungs fólks í alþjóðasamfélaginu. Við þurfum að bjóða öllum upp á menntun. Það ætti að vera okkar styrkur, ekki byrgði að hafa mikinn fjölda ungs fólks í samfélaginu. Við munum sjá til þess að konur hafi sömu tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og í efnahagsmálum. Ekki eingöngu kvenna vegna heldur vegna þess að það er gáfulegt og eykur þróun og vöxt. Mismunum gagnvart konum er ólíðandi.

Heimurinn þarf að sameinast og ákveða sameiginlega stefnu fyrir framtíðina. Við þurfum að einbeita okkur að Þúsaldarmarkmiðunum 2015 sem ganga út á að binda enda á fátækt. Við þurfum að halda þeirri einbeitingu. Við verðum þó einnig að stækka umfangið svo Þúsaldarmarkmiðin nái til allra landi, ekki minnst þeirra ríkustu. Markmiðin geta snúist um orku, umhverfismál, matvælaöryggi, hafumhverfi, notkun og framleiðslu. Við verðum svo að hvetja hvort annað til þess að ná settum markmiðum. Við megum ekki einskorða okkur við gamlar hefðir þegar kemur að hugsunarhætti þar sem við látum okkur nægja vöxt á fjármálamarkaði. Við verðum líka að miða okkur við gott gengi í menntun, heilsu, atvinnumálum og umhverfismálum. Náum við ekki framgöngu á þessum sviðum að auki, höfum við enga ástæðu til fagnaðar.

Sérfræðinganefndin hvetur okkur til að taka meira mark á vísindalegum rannsóknum og viðvörunum varðandi þolmörk jarðarinnar. Stjórnmál þurfa að byggja á þekkingu. Sérfræðinganefndin leggur til að alþjóðasamfélagið, sem ein heild, taki frumkvæði byggt á vísindalegum grunni, til að eyða bilinu á milli rannsóknar og pólitískrar ákvörðunartöku. Við þurfum að vera opnari fyrir samvinnu með því að tala á sama tungumáli.

Í aðgerðum sínum til að takast á við alheimsmarkaðinn hefur stjórnmálamönnum ekki tekist að halda í við nýjan raunveruleika. Alþjóðlegar og stjórnmálalegar stofnanir hafa ekki aðlagast markaðnum. Við hugsum ekki nógu mikið út fyrir kassann. Orka, fæðuöryggi og vatnsnotkun tengjast hvort öðru en engu að síðar er tekist á við þessi mál á aðskilinn hátt.

Skýrsla Brundtland; „Our Common Future” frá árinu 1987 varð hornsteinn sjálfbærrar þróunar. Þar af leiðandi vonumst við til þess að leiðtogar heimsins geti sameinast í Ríó í júní 2012 og litið aftur til þess sem við höfum áorkað á síðustu 20 árum, gert sér grein fyrir því að við höfum þörf á Brundtland 2.0 og séð til þess að við tökum réttar ákvarðanir til að mæta þeim áskorunum sem fylgja sjálfbærri þróun. Þetta verður ekki auðvelt en við eigum einskis kosta völ.