Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

0
747
Alþjóðlegur dagur frumbyggja
Lars Levi Lastaedius er aðalpersónan í bókinni Eldum björn og kom mjög við sögu í leiðangri Gaimard til Lapplands. Málverkið er eftir listamann þess leiðangurs Francois-Auguste Biard

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Á Norðurlöndum teljast Inúitar á Grænlandi og Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi. Sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi. Þær fjalla um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

Grænlenskir Inúitar hafa að mörgu leyti verið öðrum fyrirmynd í réttindabaráttu í hópi frumbyggja í heiminum. Inúítar og Samar hafa látið verulega til sín taka á Fastavettvangi um málefni frumbyggja heimsins á vegum Sameinuðu þjóðanna (United Nations Permanent Forum on Indigenous Issues).

Auk menningarlegra réttinda hafa þeir samið við Dani um aukin áhrif.  Fyrst um heimastjórn 1979 síðan um sjálfsstjórn 2009. Þá öðluðust þeir rétt til sjálfstæðis ef þeir ná að standa á eigin fótum efnahagslega og meirihluti kjósenda greiðir því atkvæði.

Ísalög

COVID-19, Grænland
Angunnguaq Larsen með riffil. Við hlið hans hin þekkta sænska leikkona Lena Endre. Mynd: Saga Sig.

Skemmst er að minnast þess að þessi málefni voru baksvið sænsku  þáttaraðarinnar Ísalög.  Íslendingar áttu stóran þátt í gerð hennar og var hún nýlega sýnd á RÚV. Angunnguaq Larsen,  lék grænlenska lögreglustjórann í þeim þáttum. Hann var svo aðdáendum dönsku seríunnar Borgen að góðu kunnur því þar lék hann formann grænlensku heimastjórnarinnar. Þar voru aukin áhrif Inúíta á eigin mál voru í brennidepli.

Óumbeðin og nánast fordæmalaus fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna við Grænland sem tilkynnt var um á þessu ári er svo enn eitt dæmið um aukinn áhuga umheimsins á þessari stærstu eyju heims. Þótt hvorki hafi gengið né rekið að kalla í námavinnslu og olíuleit er vitað að í iðrum Grænlands og hafinu umhverfis leynast olía- og gas, sjáldgæfar málmtegundir, gull, demantar og kopar svo eitthvað sé nefnt.

Elstu dæmi um mannavist á Grænlandi (paleo-eskimóar) er frá því um 2500 fyrir Krist. Núverandi Inúítar komu þó hins vegar ekki til þangað frá meginlandi Ameríku fyrr en um svipað leyti og norrænir menn. Þeir hurfu síðan úr sögunni eins og kunnugt er.

Alþjóðlegur dagur frumbyggja
Samar í byrjun 20.aldar. WIkimedia.

Barátta Sama fyrir réttindum

Samar hafa verið búsettir á Norðurlöndum undanfarin hálft fjórða þúsund ár. Það er miklu lengur  en norrænir menn. Ýmsar tölur eru nefndar um fjölda Sama. Ná þær frá um 70 til 135 þúsund eftir skilgreiningum. Oftast er talað um á bilinu 40 til 60 þúsund Sama í Noregi, 20 þúsund í Svíþjóð, níu þúsund í Finnlandi og tvö þúsund í Rússlandi.

Samar voru löngum kallaðir Lappar eða Finnar í norrænum málum. Land þeirra var kallað Lappland. Þeir kjósa að vera kallaðir Samar og landið Sápmi.  Mál Sama skipast í nokkrar greina. Norður-samíska er útbreiddust tungumála þeirra í Noregi en einnig má nefna Lule Samísku og suður-Samísku.

Samar hafa eigin þing á þremur Norðurlandanna með takmörkuðum völdum þó. Þeir njóta útsendinga í útvarpi og að einhverju leyti sjónvarpi á eigin máli.

Þeir eru þó engan veginn sáttir við sinn hlut. Sænskir Samar fögnuðu sigri fyrr á þessu ári þegar hreindýrabændur unnu mál fyrir hæstarétti Svíþjóðar. Þar var viðurkenndur einkaréttur þeirra til veiða í stórum hluta norður-Svíþjóðar. Þessi réttur hafði verið tekinn af þeim 1993.

Samar í bókum og myndum

Alþjóðadagur frumbyggja
Miðnætursólin í Lapplandi

Áhugi á Sömum hefur farið vaxandi rétt eins og á Inúitum á Norðurlöndunum. Skemmst er að minnast sænsk-frönsku þáttaraðarinnar Miðnætursól á Netflix. Þar rannsakar frönsk lögreglukona dularfullt morðmál sem tengjast Sömum. Sjálf er hún af kyni Berba, frumbyggja Norður-Afríku.

Og á þessu ári kom svo út í íslenskri þýðingu bókin Eldum björn eftir Mikael Niemi. Þar er náttúrufræðingnum og prestinum Lars Levi Laestadius (1810-1861) brugðið í líki Sherlock Holmes.

Laestadius var hálf-sænskur og hálfur Sami og kom mjög við sögu leiðangurs Frakkans Pauls Gaimard. Ferðir hans til Íslands og Lapplands voru efni bókarinnar um Manninn sem Ísland elskaði sem kom út í lok síðasta árs.

Sannnleiksnefnd í Noregi

En réttindabarátta Sama heldur áfram. Norska stórþingið hefur þannig skipað svokallaða sannleiksnefnd. Hún mun gera úttekt á því harðræði sem Samar og Kvenar  máttu sæta frá 17.öld og fram á sjöunda áratug síðustu aldar.  Kvenar tala mál náskylt finnsku. Á hún að ljúka störfum fyrir haustið 2022. Haustið 2019 var samþykkt að skipaða sannleiksnefnd í Finnland. ÞÞá  fékk sænska Sama-þingið fjárveitingu fjárveitingu fyrir skömmu till að undirúa starf sænskrar sanneiksnefndar. Fyrirmynd þessara nefnda er sannleiksnefnd sem lauk störfum í Kanada árið 2015.

COVID-19

Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er kastljósinu beint að þolgæði frumbyggja andspænis kórónaveiru-faraldrinum. Ánægjulegt er að í aðdraganda dagsins var Grænland lýst Covid 19-laust þegar smitaður skipverji á rannsóknarskipi var lýstur heill heilsu. Þar með er ekkert virkt smit á eynni.