Frumbyggjar: þörf er á nýjum samfélagssáttmála

0
740
Alþjóðlegum degi frumbyggja heimsins

476 milljónir manna sem búa í 90 ríkjum í heiminum teljast til frumbyggja. Á Alþjóðlegum degi frumbyggja heimsins 9.ágúst er hvatt til þess að frumbyggjar séu hafðir með í ráðum og þátttaka þeirra og samþykki tryggt í nýju kerfi þar sem félagslegur og efnahagslegur ávinningur komi öllum til góða. 

Á Alþjóðlegum degi frumbyggja heimsins er sjónum beint að menningu frumbyggja og fjölbreytileika frumbyggja. Þeir eru 6.2% af íbúafjölda heims og búa hver fyrir sig yfir einstakri menningu, tungumálum og þekkingarkerfi.

Sameinuðu þjóðirnar halda upp á þennan alþjóðlega dag frá árinu 1994. Þá var haldinn fyrsti fundur vinnhóps um málefni frumbyggja heimsins sem liður í mannréttindastarfi Sameinuðu þjóðanna.

Ekki er til nein opinber, alþjóðleg skilgreining á frumbyggjum. Þeir eru þó oft taldir vera á jaðri stærri samfélaga og hafa tengjst ákveðnum svæðum frá því löngu áður en núverandi þjóðríki urðu til. Þeir búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa.

Samar

Frumbyggjar norður Evrópu eru Samar. Um 80 þúsund Samar búa í Noregi, Svíþjóð, Finnlani og Rússlandi. Helingur þeirra býr í Noregi. Menning Sama hefur átt blómaskeið undanfarin ár. Samar hafa sýnt og sannað að menning þeirra er miklu meira en litrík klæði og hreindýrabúskapur. Í dag blómstrar menning Sama í nýjum formum hvort heldur sem er í rapp-tónlist, nútímalegri hönnun eða nútímalist.

Frá 1980 hefur Samaþingið í Noregi unnið að því að slá skjaldborg um menningu, tungumál og félagslíf Sama eftir tveggja alda mismunun gagnvart þeim.

Covid-19

Hinir 476 hópar frumbyggja í heiminum eiga mjög undir högg að sækja vegna COVID-19. Það er ekki síst vegna þess að líkurnar á því að þeir búi vð sárustu fátækt eru þrefalt meiri en annara hópa. Meir en 86% starfa í hinu óformlega hagkerfi og njóta ekki félagslegrar verndar.

Þar að auki hafa margir ekki aðgang að menningarlega viðeigandi heilsugæslu og upplýsingum um COVID-19 á eigin máli. Heimsfaraldurinn hefur sérstaklega slæm áhrif á þá hópa sem búa við mikla einangrun eða hafa sáralítil tengsl við aðra. COVID-19 getur hreinlega stofnað tilveru slíkra hópa í hættu. Frumbyggjakonur stana höllum fæti og ofbeldi og harðræði fara í vöxt.

Nýr samfélagssáttmáli

Þema Alþjóðlegs dags frumbyggja 2021 er “Skiljum engan eftir: Frumbyggjar og krafan um nýjan samfélagssáttmála.”

En hvað þýðir það?

Samfélagssáttmáli er óskrifað samkomulag um félagsleg og efnahagsleg gæði. Í mörgum ríkjum hafa frumbyggjarverið reknir af löndum, níðst á menningu þeirra og tungumálum og fólkið hrakið á jaðar samfélaga í pólitísku og efnahagslegu tilliti. Þeir hafa því ekki verið hluti af samfélagssáttmálanum sem eingöngu þjónaði ríkjandi þjóðfélagshópum.

Þrátt fyrir alþjóðleg úrræði til að bregðast við óréttlæti því sem frumbyggjar sæta, er langt . Af þeim sökum er samfélagssáttmála þörf til þess að þeir verði ekki skildir eftir, en sú stefna er mörkuð í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Nýjan samfélagssáttmála ber að byggja á raunverulegri þátttöku og bandalagi þar sem jöfn tækifæri og virðing fyrir réttindum, reisn og frelsi allra frumbyggja hópa liggja til grundvallar. Réttindi frumbyggjahópa til þátttöku í stefnumótandi ákvörðunum er skilyrði fyrir því að sáttir náist á milli frumbyggja og ríkisvalds.

Sjá einnig hér um Inúíta á Grænlandi og Alþjóðlegan dag frumbyggja heimsins.