Fuglavæna orku, takk!

0
422
Birdfriendly

Birdfriendly
8.maí 2015 Haldið er upp  á Alþjóða farfugladaginn nú um helgina og þema dagsins “Fuglavæn orka!” Hvatt er til þess að haft verði í huga nú þegar nýir orkugjafar ryðja sér til rúms að þeir hafi sem minnst áhrif á farfugla og heimkynni þeirra.

Ef ekki er vel haldið á spöðum geta orkugjafar, hvort sem þeir eiga uppruna sinn í lífrænum efnum, jarðhita, hafinu eða sólinni, haft neikvæð áhrif á líf farfugla, þvi í sumum tilfellum geta mannvirki hindrað flug farfugla eða spilt heimkynnum þeirra og varplandi.
„Verkefni okkar á heimsvísu er að tryggja að þróun og notkun orkumannvirkja…séu ekki á kostnað farfugla sem margir hverjir eru nú þegar í útrýmingarhættu,“ segir Badnee Chambers, forstöðumaður Samnings um verndun farfugla (CMS).

Farfuglar fljúga hundruð eða jafnvel þúsundir kílómetra til að finna kjöraðstæður í lífríkinu til að koma upp ungum. Margar hættur leynast á þessum langferðum og margar þeirra eru af mannavöldum.

Með því að slökkva ónauðsynleg ljós í þéttbýli má draga úr líkum á að farfuglar villist af leið. Það dregur úr hættunni ef rafmagnslínur eru grafnar í jörðu eða þær klæddar til að koma í veg fyrir að fuglar fljúgi á þær og verði fyrri raflosti.