Gagnrýni á misskilningi byggð

0
465
Gunnar B

Gunnar B

10.nóvember 2015. Utanríkisráðuneytið hefur vísað á bug gagnrýni á að Ísland hafi greitt atkvæði gegn tillögu um bann við kjarnorkuvopnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Tillagan sem greidd voru atkvæði um í fyrstu nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku, gerir ráð fyrir að allherjarþingið lýsi yfir að ríkjum heimsins beri siðferðileg skylda til að stuðla að eyðingu kjarnorkuvopna enda verði þau bönnuð.

128 ríki samþykktu tillöguna, 18 sátu hjá en Ísland var eitt 29 ríkja sem greiddi atkvæði á móti.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir að í ályktuninni sé lagður grunnur að nýju ferli sem kynni að veikja enn frekar samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og samninginn um allsherjarbann við tilraunum kjarnavopna (CTBT), sem eru þeir samningar sem við lýði eru og hafa það að markmiði að minnka ógnina af kjarnavopnum…. Munurinn er sá að Ísland og líkt þenkjandi ríki vilja styðjast við þá samninga og ferli sem fyrir liggja og telja þá leið raunhæfasta til að ná fram afvopnun og útrýmingu kjarnavopna.”

Flest NATO og Evrópusambandsríki greiddu atkvæði eins og Ísland, þar á meðal Danmörk. Noregur og Finnland sátu hjá en Svíþjóð greiddi atkvæði með tillögunni.