Gróðurhúsalofttegundir: met slegin

0
464
Emissions Coal

Emissions Coal
10.nóvember 2015. Aldrei hefur verið jafn mikið magn í andrúmsloftinu af gastegundum sem valda gróðurhúsaárhrifum og árið 2014.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) sem birt er í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í lok mánaðarins.

jarraud„Ár eftir ár gefum við út skýrslur sem greina frá því að fyrri met hafi verið slegin varðandi magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu“ segir Michel Jarraud, forstjóri WMO.

„Og á hverju ári segjum við að við svo búið megi ekki lengur standa. Sannleikurinn er þó sá að við verðum að grípatil aðgerða nú til að takmarka losun þessara gastegunda, ef við ætlum okkur að eiga nokkra möguleika á að halda aukningu hitastigs innan skynsamlegra marka.“