Gasa: Flóð bætast ofan á stríðsskaða

0
486

gazafloods

29.nóvember 2014. Undanfarið ár hafa átök á milli Palestínumanna og ísraelskra öryggissveita á herteknu svæðunum í Palestínu harðnað.

Á Alþjóðlegum degi samstöðu með palestínsku þjóðinni, 29.nóvember, segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu að hann hafi þungar áhyggjur af núverandi ástandi í Jerúsalem og á Vesturbakka Jórdanar. Í ávarpi sínu á þessum alþjóðadegi segir Ban að binda verði enda á glórulausan vítahring ofbeldis,” og stefna í þess stað að friði.

gaza1En það er ekki eingöngu ofbeldi sem herjar á þennan heimshluta. Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir neyðarástandi á Gasa-ströndinni eftir stanslausar rigningar í tvo daga og flóða sem urðu í kjölfarið á þessum stríðshrjáða stað. Robert Turner hjá UNRWA, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðar palestínska flóttamenn, segir að stofnunin hafi þungar áhyggjur af afleiðingum óveðursins sem sigli í kjölfar eyðileggingar styrjaldar.”

Að auki hefur mikil spenna verið í Jerúsalem vegna árása á sínagógu í síðustu viku. Ísraelsk stjórnin svaraði með því að láta eyðileggja heimili sex grunaðra Palestínumanna. Sérstakir erindrekar Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi hafa gagnrýnt slíka eyðileggingu sem þeir segja að muni sá fræjum haturs og enn frekara ofbeldis í framtíðinni. „Eyðilegging heimila felur í sér að hópar fólks eru gerðir sameiginlega ábyrgir og brýtur í bága við alþjóðalög. Ísraelar verða að binda enda á slíkar aðgerðir, segir erindrekinn Leilani Farha. 

Banbaby“Einungis er unnt að binda enda á átökin með samningum og réttlátri pólitískri lausn sem byggja á hlutaðeigandi ályktunum Sameinuðu þjóðanna,” segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu.
“Langtíma stöðugleiki verður að taka á rótum átakanna. Það þýðir að aflétta verður herkví Gasasvæðisins og binda enda á hálfrar aldar gamla hersetu palestínsks lands og að tryggja lögmætar kröfur Ísraels um að öryggi verði tryggt.”

Sjá nánar um Gasa: https://www.unric.org/is/frettir/26269-vie-getum-oell-hjalpae-gasa

Mynd:1-2.) UNRWA 3.) Ban Ki-moon heimsótti Gasaströndina í Október síðastlðinum og tók þessa litlu stúlku í fangið. SÞ-mynd/Shareef Sarhan