Gasa: Tvisvar sinnum meiri eyðilegging talið var

0
442

Gaza2

26. desember 2014. Verulegt fé skortir til þess að takast á við eyðilegginguna eftir stríðið á árinu á Gasaströndinni að sögn UNRWA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem liðsinnir palestínskum flóttamönnum.

Meir en tvisvar sinnum fleiri heimili flóttamanna á Gasa voru skemmd eða eyðilögð í átökunum síðastliðið sumar, en talið var í fyrstu, að því er fram kemur í tæknilegri úttekt sem UNRWA hefur nýlokið við. „Myndir teknar úr gerfihnöttum og bráðabirgða úttekt á staðnum, strax eftir að átökum lauk, bentu til að húsaskjól um 42 þúsund fjölskyldna hefðu orðið fyrir skakkaföllum, en við vitum nú að 96 þúsund heimili voru skemmd eða eyðilögð eða meir en heilmingi meira en við áttum von á segir,“ Robert Turner aðgerðastjóri URNWA á Gasa-svæðinu.

Meir en 7 þúsund heimili voru algjörlega eyðilögð og hýstu þau 10 þúsund fjölskyldur. 89 þúsund heimili til viðbótar skemmdust , þar af 10 þúsund mjög mikið (að andvirði 5 þúsund dala eða meira). UNRWA hefur reiknað út að heildarkostnaður við að kosta leigu fjölskyldna sem hafa í ekkert hús að venda, endurbygging eyðilagðra heimila og viðgerðir á skemmdum heimilum, nemi um 720 milljónum Bandaríkjadala eða 91.4 milljarða íslenskra króna. Einungis hefur tekist að safna 100 milljónum og því vantar 620 milljónir eða um 79 milljarða til uppbyggingar heimila á Gasa.