Hátt gjald fyrir að senda peninga heim

0
517

Remittances article - Mark Henly

Júní 2014. Á hverjum degi þarf fólk sem flust hefur til útlanda í atvinnuleit að finna leið til þess að senda fé til heimalandsins.

Peningasendingar til þróunarlanda fara oftar en ekki fram utan hefðbundna bankakerfisins. Oft er féð sent á vegum hraðsendingarþjónusta sem bjóða upp á einfalda, skjóta og víðtæka þjónustu þar sem hvorki þarf að svara mörgum spurningum né sýna ótal skilríki. Bankar hafa ekki útibú í fátækrahverfum þróunarríkja, rótgróin tortryggni er í þeirra garð og fæstir hafa hvort sem er bankareikning. Sama gildir um þá sem vinna “svart” í þróuðum ríkjum.

Child working UN Photo Shelley RotnerRannsóknir sýna að fé sem slíkt farandverkafólk nurlar saman, getur skipt sköpum, stundum á afskekktustu stöðum í þróunarríkjum þar sem jafnvel lágar upphæðir geta dugað til þess að senda barn í skóla, byggja hús eða fæða þá fjölskyldumeðlimi sem heima sitja.

Greiðslurnar nema milljörðum

Greiðslusendingar til heimalanda innflytjenda skipa sífellt stærri sess í efnahagslífi margra ríkja. Samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans um fólksflutninga og þróun, námu slíkar greiðslusendingar 404 milljörðum Bandaríkjadala árið 2013. Þetta er þrisvar sinnum hærri fjárhæð en öll opinber þróunaraðstoð í heiminum sem var 134.8 milljarðar dala þetta ár, að sögn OECD.

Talið er að þessi tala eigi eftir að hækka 2014-2016 og greiðslusendingar muni nema 516 miljörðum dala árið 2016.

Pew rannsóknarmiðstöðin telur að greiðslusendingar frá Norðurlöndunum til þróunarríkja árið 2012 hafi verið 5, 9 milljarðar dala en þróunaraðstoð ríkjanna fimm var samtals 15,8 milljarðar dala. En af hverju er þetta hlutfall svona lágt á Norðurlöndum samanborið við þróunaraðstoð?

Svarið er að Norðurlönd eru á heildina litið mjög rausnarlegir veitendur aðstoðar. Ísland er eina ríkið þar sem greiðslusendingar (sjá töflu fyrir neðan) eru miklu hærri en þróunaraðstoðin. Skýringin gæti verið sú að Íslendingar skera þróunaraðstoð sína við nögl; verja aðeins rúmlega 0.2% af þjóðartekjum í þennan málaflokk á meðan þrjú Norðurlandanna eru í kringum eitt prósent.

Remittances 2Í öðru lagi eru þau ekki jafn vinsæll áfangastaður fyrir fólk frá þróunarríkjum í atvinnuleit og til dæmis Ítalía, Frakkland og Spánn. Í þriðja lagi hýsa Norðurlönd marga sómalska flóttamenn (sjá annars staðar í Fréttabréfinu) sem hafa sínar eigin leiðir til að senda peninga heim og þvi sjást þess fjár ekki merki í opinberum tölum.

Oft leika þessar peningasendingar þvert á landamæri, stórt hlutverk í að viðhalda heilsugæslu og menntun og tryggja fæðuöryggi og fjárfestingu í landbúnaði í heimalöndum farandverkafólks.
Þetta er sannkölluð líflína í brothættum og stríðshrjáðum ríkjum. Dæmi eru um að peningasendingar heim nemi meir en þrefaldri þróunaraðstoð erlendis frá og hafa því mikil áhrif á lífsgæði og efnahagsþróun, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðabankans.

Milliliðir græða á tá og fingri

En það vekur athygli hversu mikið fé rennur í vasa milliliða. Tvær greiðslusendingaþjónustur í heiminum, Western Union og MoneyGram skipta á milli sín tveimur þriðju hlutum þess fjár sem sent er til Afríku, að því erRemittances3 fram kemur í skýrslu Þróunarstofnunar Bretlands (Ovearseas Develpoment Institute´s (ODI) Remittances Report) frá því í apríl 2014. Að meðaltali rennur 12% þess fjár sem sent er til landa í Afríku sunnan Sahara, í vasa greiðsluþjónustunnar sem þóknun.

Þetta fé myndi duga til þess að standa straum af grunnskólamenntun fjórtán milljóna barna í álfunni segir í skýrslu ODI.

Af þessum sökum reynir fólk að finna nýjar leiðir til að senda fé heim. Farsímafélög bjóða nú upp á alþjóða greiðsluþjónustu. Orangesímafélagið býður nú upp á sendingar í Mali, Senegal og Cote d´Ivoire (Fílabeinsströndin) og Splash Mobile gerir hið sama í Sierra Leone. Svokallað Hawala-kerfi Sómala, sem byggir á gagnkvæmu trausti, ryður sér til rúms í auknum mæli, en þó aðallega á meðal fólks sem kemur frá Austur-odda Afríku og Mið-Austurlöndum. Slíkar óformlegar aðferðir bjóða þó hættunni heim og geta gagnast í peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi. 

Sjöundi hver maður í heiminum starfar fjarri heimkynnum sínum utan- eða í heimalandi sínu og því er ljóst að til mikils er að vinna að draga úr kostnaði við peningasendingar og efla réttindi fólksins. Eins og staðan er nú þurfa þeir sem síst skyldi, að borga hæstu þóknunina.

Norðurlöndin: Opinber þróunaraðstoð /Greiðslusendingar

Milljarðar Bandaríkjadala

$2,93 Danmörk $1,69
$5,58 Noregur $1,41
$1,42 Finnland $0,46
$5,83 Svíþjóð $3,20
$0.03 Ísland $0,12
 

Heimild: Pew Reseach Center, OECD, Eurostats

 Myndir: 1 og 3 Flickr (Generic) 2 og 4 SÞ-myndir/S.Roten