Hernaðarsigur ekki nóg í Malí

0
414

Feltman

22. janúar 2013. Ekki er nóg að einblína á hernaðarlegu hliðina heldur þarf samhliða að leita pólitískra lausna og sinna mannúðaraðstoð , ef binda á enda á óöldiina í Malí, að því er háttsettur embættismaður Sameinuðu þjóðanna tjáði Öryggisráði samtakanna.
Jeffrey Feltman, aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður pólískrar deildar samtakanna sagði að þörf væri á breiðri sýn og heildstæðri nálgun ef það ætti að takast á endurreisa lýðræði í Malí og endurheimta tapað landssvæði til lengri tíma.
“Öflugum hernaðaraðgerðum verður að fylgja einbeittur vilji til að stuðla að pólitískum breytingum í Malí” sagði Feltman. “Athyglin verður að beinast að mannréttindum og mannúðarmálum. Það verður líka að beina að sjónum að þeim fjölmörgu ógnunum sem engin landamæri virða en efla öfga og grafa undan góðum stjórnarháttum ekki aðeins í Malí heldur á Sahel-svæðinu öllu.”
Mr. Feltman skýrði frá því að sveit Vestur-Afríukuríkja sem gengur undir nafninu AFISMA hafi verið sett á stofn 18. janúar. Hann sagði að málsaðilar væru á einu máli um fjölga þyrfti í sveitinni en hún telur 3300 manns.


Mynd: Jeffrey Feltman, (þriðji frá vinstri við borðið) flytur Öryggisráðinu skýrslu um ástandið í Malí. SÞ/JC McIlwaine