Hrörnun umhverfisins ein rót átakanna í Súdan

0
480
22. júní 2007. – Hrörnun umhverfisins er ein róta áratuga átaka í Súdan, að mati nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar er varað við því að ólíklegt sé að varanlegur friður komist á nema tekið sé á þessu máli.

Rannsókn Umhverfisstofnunar Sameinuðu (UNEP) leiddi í ljós að “friður og lífsafkoma fólks í Darfur og annars staðar í Súdan, er háð umhverfisvandanum,” segir Achim Steiner, forstjóri stofnunarinnar sem vann rannsóknina að ósk stjórnvalda í Súdan.  
“Rétt eins og hrörnun umhverfisins getur átt þátt í að hrinda af stað átökum, getur sjálfbær notkun náttúruaauðlinda stuðlað að langtíma stöðugleika,  varanlegt lífsviðurværi íbúanna og þróun.”  
Steiner sagði að undirritun friðarsamkomulagsins 2005 og nýleg ákvörðun um að sameiginleg friðargæslusveit SÞ og Afríkusambandsins taki sér stöðu í Darfur, væru jákvæðar fréttir. 
Hins vegar varaði hann við því að það væri grundvallaratriði í friðarumleitunum að stöðva hrörnun umhverfisins. “Harmleikur Súdans er ekki aðeins harmleikur eins einstaks Afríkuríkis, heldur dæmi um hve mjög óhindruð gjörnýting náttúruaðinda á borð við jarðvegs og skóga getur skaða samfélög og jafnvel heilar þjóðir.”  
Hrörnun lands er alvarlegasta áhyggjuefnið en eyðimerkur hafa teygt sig suður á bóginn að meðaltali um 100 kílómetra síðastliðna fjóra árutugi. Ofbeit hefur stóraukist enda hefur dýrum á beit fjölgað úr 27 milljónum í um það bil 135 milljónir samkvæmt skýrslunni.  
Í skýrslunni eru einnig tíunduð dæmi um langtíma loftslagsbreytingar í mörgum hlutum landsins, þar á meðal stórminnkaða úrskomu sérstaklega í Kordofan og Darfur.