Hvað kostar kaffið mörg kvæði?

0
429
poem1

poem1

18.mars 2016. Ljóð verða gjaldgengur gjaldmiðill fyrir kaffi í meir en 34 ríkjum í heiminum á mánudag en þá er haldinn Alþjóðadagur ljóðsins.

Alls taka yfir þúsund kaffistaðir um heim allan frá Shanghai til Síkagó þátt í átakinu, flestir í Mið-og Austur-Evrópu en austurrískur kaffiframleiðandi á frumkvæðið að því.

Skoski listamaðurinn og ljóðskáldið Robert Montgemery er sendiherra átaksins. UNESCO ákvað að 21.dagur marsmánaðar ár hvert skyldi vera Alþjóðadagur ljóðsins árið 1988. Eitt af markmiðunum er að efla fjölbreytileika tungumála í krafti ljóðrænnar tjáningar og gefa tungumálum í útrýmingarhættu tækifæri til að heyrast.

„Með því að heiðra karla og konur sem taka af skarið og beita ímyndunaraflinu með tjáningarfrelsið eitt að vopni, vill UNESCO veita ljóðlistinni viðurkenningu sem tákn fyrir sköpunargáfu mannsins”, segir Irina Bokovs, forstjóri UNESCO. 

Breska blaðið the Guardian býður lesendum sínum að senda inn myndir af handskrifuðum ljóðum og verður úrval þeirra birt á mánudag á Alþjóðadegi ljóðsins.

Mynd: Faris Algosaibi Creative Commons  Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0)