Ísland tvöfaldar framlög til Palestínuflóttamannahjálpar

0
444
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að tvöfalda framlög sín til Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNRWA) þannig að 0.2 milljónir dollara renni til starfs hennar 2007.

Þetta var tilkynnt eftir fund Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra og Karen Koning AbuZayd, forstjóra UNRWA, í Reykjavík, 8. mars. Á fundinum voru rædd málefni palestínskra flóttamanna og hin ýmsu verkefni UNRWA, ástandið á Gasasvæðinu og á Vesturbakkanum.
UNRWA er stofnun sem sinnir hjálpar- og þróunarstarfi og veitir um það bil 4.3 milljónum Palestínumanna menntun, heilsugæslu, félagslega þjónustu og neyðaraðstoð á Gasasvæðinu, Vesturbakkanum, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi. UNRWA var stofnað í samræmi við ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í desember 1949.

(Heimild: Utanríkisráðuneytið)