Jákvæð teikn á lofti á eiturlyfjamarkaði samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna

0
476

26. júní. Eiturlyfjastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNODC telur að “verulegar og jákvæðar breytingar” hafi orðið á alþjóðlegum fíkniefnamarkaði í árlegri skýrslu sem kom út í dag.  

Samkvæmt skýrslunni er framleiðsla, dreifing og neysla nánast allra ólöglegra fíkniefna í jafnvægi en meiri aðgerða er þörf til að þróa öryggi almennings og heilsugæslu. 
“Ástandið fer ekki versnandi. Við getum sagt að tekist hafi að koma böndum á fíkniefnavandann en þó ekki að verið sé að vinna á honum,” sagði   Sandeep Chawla frá   UNODC á blaðamannafundi í Brussel þar sem skýrslan var kynnt.

Framleiðsla, dreifing og neysla kannabisefna er í jafnvægi í fyrsta skipti í mörg ár. 
Rækun kókaíns í Andesfjöllum heldur áfram að dragast saman og lögregla gerir sífellt meira magn kókaíns. Talið er að lögregla nái 45% af öllu kókaíni sem framleitt er í heiminum. Neytendum kókaíns í Norður-Ameríku hefur fækkað og eru helmingur þess sem þeir voru fyrir fimmtán árum. Hins vegar eykst neysla kókaíns hröðum skrefum í Evrópu.
 
Ópíumræktun í Afganistan er enn stórkostlegt vandamál en 92 prósent ópíata koma frá þessu stríðshrjáða landi. Neysla ópíata-efna svo sem ópíums og heróins er í jafnvægi en er enn meiri háttar vandamál í stærstum hluta Evrópu og Asíu.  
“Gefa verðu heilsu almennings meiri gætur í þeirri viðleitni að uppræta fíkniefnavandann og einnig að öryggismálum. Það verður að ná jafnvægi milli þessara þátta,” sagði Chawla. 

UNODOC telur að um 25 milljónir manna um allan heim eða tvöhundraðasti hver maður stríði við alvarlegan eiturlyfjavanda. Auk þess neyta 200 milljónir ólöglegra fíkniefna að minnsta kosti einu sinni á ári.
 

Sjá nánar: http://www.unodc.org/unodc/en/world_drug_report.html