Jóga hluti af lausn heimsmála árið 2015

0
520
yogalogo 2

yogalogo 2

30.desember 2014. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að 21.júní skuli vera Alþjóðlegur dagur jóga. Indland lagði fram tillöguna en metfjöldi ríkja var meðflytjandi eða 175, þar á meðal Ísland.

Indverski forsætisráðherrann Narendra Modi hafði lagt til við veraldarleiðtoga í ræðu sinni á Allsherjarþinginu í lok september að þessi dagur skyldi helgaður jóga. Modi færði rök fyrir því að jóga hefði jafn mikið erindi nú og nokkru sinnni í fimm þúsund ára langri sögu sinni. Hann sagði að jóga væri í senn líkamleg, andleg og helg íðkun og væri jákvætt framlag til heimsmála á borð við Loftslagsbreytinga og Sjálfbærrar þróunar sem verða ofarlega á blaði hjá Sameinuðu þjóðunum á næsta ári.

Val dagsetningarinnar er engri tilviljun háð. Indverski forsætisráðherrann benti á að sumarsólstöður, þegar dagur er lengstur á norðurhveli jarðar, hefði sérstaka þýðingu víða um heim.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði samþykktinni og sagði að hún gæti dregið athyglina að heildrænum ávinningi af iðkun jóga.

„Jóga getur eflt mótstöðu gegn þeim sjúkdómum sem ekki smitast. Jóga getur fært fólk saman án þess að skilja eftir út undan og eflt með því virðingu,“ sagði Ban í yfirlýsingu.

Ályktun um alþjóðlega daginn var samþykkt samhljóða 11.desember aðeins þremur mánuðum eftir að Modi, forsætisráðherra kynnti hugmyndina á Allsherjarþinginu. Modi segir að jóga geti átt þátt í að leysa mörg heimsmál þar á meðal loftslagsbreytingar.

„Við verðum að breyta um lífsstil. Ónotuð orka er hreinasta orkan,“ sagði Modi í ræðu sinni á Allsherjarþinginu. „Við getum náð sama þróunarstigi, velmegun og lífsgæðum án skefljalausrar neyhslu…Með því að breyta lífsstíl okkar og efla vitund getur jóga verið okkur stoð í að berjast við loftslagsbreytingar.“

Í yfirlýsingu sinni sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að jóga gæti komið að notum við lausn brýnnra úrlausnarefna: „Jóga er íþrótt sem getur stuðlað að þróun og friði. Jóga getur meira að segja orðið að liði í neyðarástandi með því að hjálpa fólki að finna skjól fyrir álagi.“