Júní. Frá Brussel til Times Square

0
427

unric-timessquare

Júnímánuður byrjaði með því að myndbönd okkar um Alþjóða umhverfisdaginn voru sýnd á risaskjám sem gnæfa yfir Times Square í New York og Piccadilly Circus í Lundúnum. Þetta er eitt af samvinnuverkefnum okkar og UNEP, Umhvefisáætlunar SÞ og Fabrica, samskiptadeildar tískuhönnuðarins Benetton.
Samvinna okkar við hugsjónafólkið í 7 milljörðum annara (7 billion Others) gengur líka vel. Við höfum áður sýnt myndefni þeirra í tilefni Alþjóðadags menningarlegrar fjölbreytni og nú í júní sýnum við framlag þeirra til Alþjóða flóttamannadagsins, 20. júní. Auk hinna mörgu tungumála sem töluð eru í myndbrotunum eru skjátextar á átta tungumálum.

Í júní er ástæða til að vekja athygli á eftirfarandi alþjóðadögum:

• 5.júní – Alþjóða umhverfisdagurinn
• 8.júní – Alþjóðadagur hafsins
• 12.júní – Alþjóðadagur gegn barnaþrælkun
• 14.júní – Alþjóðadagur blóðgjafa
• 20.júní – Alþjóðadagur flóttamanna

Og til að ljúka á jákvæðu nótunum þá var okkur hjá UNRIC ánægja að bjóða velkominn í fyrsta skipti vara-framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Jan Eliasson sem hefur starfað með ýmsum hætti á vettvangi samtakanna í hálfan fjórða áratug. Við buðum honum til okkar til að taka þátt í hringborðsumræðum með tíu málsmetandi leiðarahöfundum frá evrópskum stórblöðum. Louise Arbour, forstjóri International Crisis Group stýrði umræðunum.
Og síðast en ekki síst skín sólin á ný í Brussel nánast í fyrsta skipti í ár. Vonandi varir það sem lengst!

Afsané Bassir-Pour, forstjóri UNRIC.