Knattspyrnuhetjur sækja fram gegn fátækt á vegum Sameinuðu þjóðanna

0
480

21. febrúar 2007–Knattspyrnuhetjurnar Ronaldo og Zinédine Zidane hafa boðið mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum heims til stjörnuleiks í næsta mánuði í því skyni að efla vitund almennings um Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun.

Ronaldo og félagar annars vegar og Zidane og félagar hins vegar munu leiða saman hesta sína 19. mars á Vélodrome-vellinum í Marseille í Frakklandi. Fyrirliðarnir eru báðir góðgerða sendiherrar Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Markmiðið er að fylkja liði í baráttunni gegn fátækt. Leikurinn verður sá fjórði í röðinni undir vígorðinu: “Fótboltaleikur gegn fátækt”.
“Það hefur verið mjög hvetjandi hve góð viðbrögð almennings og fjölmiðla hafa verið við fyrri leikjum af þessu tagi”, segir Ronaldo sem nú leikur með AC Milan. Hann ásamt Zidane, fyrrverandi fyrirliða franska landsliðsins hafa verið drifkraftarnir á bakvið “Fótbolatleik gegn fátækt” frá 2003. “Við viljum mjög gjarnan halda áfram að fylkja liði fótboltamanna í að vekja fólk til vitundar og uppræta fátækt”.
Þetta verður fyrsti knattspyrnuleikur sem Zidane tekur þátt í í Evrópu frá því hann lék úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni 2006.”Ég er hættur í boltanum en mér finnst sjálfsagt að reima á mig skóna í þágu svo góðs málstaðar og leggja mín lóð á vogarskálarnar ásamt vini mínum Ronaldo”, segir Zidane
Þúsaldarmarkmiðin um þróun voru samþykkt af leiðtogum 191. ríkis á leiðtogafundi árið 2000 sem kenndur er við árþúsundaskiptin. Samkvæmt þeim er stefnt að því að helminga fátækt í heiminum fyrir 2015. Þar eru markmið um að draga úr hungri, sjúkdómum, ólæsi, umhverfisspjöllum og kynjamisrétti. “Það er hreint frábært að góðgerðasendiherrar okkar á borð við Ronaldo, Zidane og Drogba skuli sækja fram, ekki aðeins á knattspyrnuvellinum heldur einnig í baráttunni gegn fátækt”, segir Ad Melkert, aðstoðarforstjóri UNDP”, og vísar til þess að knattspyrnuhetjan Didier Drogba frá Fílabeinsströndinni hefur gengið til liðs við góðagerðasendiherra UNDP.
“Milljónir manna munu fylgjast með fótboltaleiknum gegn fátækt og verða þannig vitni að því að knattspyrnuhetjurnar verða einnig hetjur í baráttunni gegn fátækt. Þetta er mikilvægt vegna þess að eina leiðin til að vinna sigur á fátækt og ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun er að ríkisstjórnir, einkageirinn, borgaralegt samfélög og einstaklingar á borð við Ronaldo, Zidane og Drogba taki höndum saman”, bætir hann við.
Ágóðinn af fyrstu þremur leikjunum hefur runnið til verkefna sem beinast gegn fátækt allt frá því að styðja við bakið á kvenkyns frumkvöðlum og til að byggja íþróttavelli fyrir götubörn og fátæka í Brasilíu, Burkina Faso, Malí, Bútan, Comoros eyjum, Kúbu, Kólombíu, Eþíópíu, Gíneu Bissau, Haítí, Marokkó, Namibíu, Sri Lanka, Kongó og Víetnam. Að þessu sinni mun ágóði af miðaselu renna til verkefna sem UNDP velur í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.