Krafist rannsóknar á dauða kínverskrar baráttukonu

0
481

Human rights council

18.mars 2014. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa harmað atburðarás sem leiddi til dauða kínversku baráttukonunnar Cao Shunlyu.

Þeir krefjast þess að dauði hennar verið rannsakaður til fullnustu. Hópur mannréttindasérfræðinga lýsti í dag harmi sínum vegna dauða Cao Sun Ly Shunli sem lést á sjúkrahúsi 14.mars.

Cao var mannréttindalögfræðingur í fremstu röð í Kína. Hún hefur unnið þrotlaust að því frá árinu 2008 að auka gagnsæi og þátttöku almennra borgara í annari Almennri reglubundinni yfirferð (The Universal Periodic Review (UPR)) á mannréttindamálum í Kína á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

14.september 2013 var Cao hindruð í að fara um borð í flug frá Beijing til Genfar en þar stóð til að hún tæki þátt í málþingi og fylgdist með almennu umfjölluninni um mannréttindi í Kína hjá Mannréttindaráðinu. Ekki var vitað hvar Cao var eftir þetta, allt þar til henni var gefið að sök að hafa haft í frammi “glæpsamlegar ögranir”. Heilsu hennar hrakaði á meðan hún var í haldi og var hún flutt á sjúkrahús alvarlega veik 19.febrúar 2014.

Mannréttindasérfræðingunum var tilkynnt um þvingað brottnám, geðþótta fangelsun og bága heilsa hennar og að henni var meinað um læknisþjónustu. Sérfræðingarnir hétu þegar á kínversk stjórnvöld að gera bragarbót.

Hópur mannréttindasérfræðinga gaf út opinbera yfirlýsingu 16.október 2013 en í formlegu svari kínverskra yfirvalda var fullyrt að hún ætti við engin alvarleg veikindi að stríða og fengi fullnægjandi læknisþjónustu.

Sérfræðingarnir hvetja nú kínversk stjórnvöld til að rannsaka að fullu kringumstæðurnar sem leiddu til dauða Cao.

“Dauði Cao er hörmulegt dæmi um afleiðingar þess að baráttan fyrir mannréttindum í Kína hefur verið gerð glæpsamleg og gripið til hefndaraðgerða gegn þeim sem láta sig mannréttindi varða. Það er óásættanlegt að baráttumenn verða að gjalda fyrir það með lífi sínu að hafa tekið þátt í friðsamlegu og löglegu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindakerfi þess,” segja sérfræðingarnir.

Þeir minntu á að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindastjóri samtakanna og forsetar Mannréttindaráðsins, hver á fætur öðrum, hafa vakið athygli á lögmætu hlutverki borgaralegs samfélags í því að verja mannréttindi í þágu allra og mikilvægi þess að koma í veg fyrir og bregðast við hefndaraðgerðum og harðræði í garð verjenda mannréttinda.

Mynd: Mannréttindaráðið að störfum í Genf. SÞ-mynd/Jean-Marc Ferré.

Baksvið: Mannréttindasérfræðingarnir eru: Sérstakur erindreki um pyntingar og aðra ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð eða refsingu; Sérstakur erindreki um réttinn til skoðana- og tjáningarfrelsis; Sérstakur erindreki um verjendur mannréttinda; Sérstakur erindreki um réttinn til bestu fáanlegu læknisþjónustu á sviði líkamlegrar- og andlegrar heilsu; og Vinnuhópurinn um þvingað brottám og um geðþóttafangelsanir.

Mannréttindasérfræðingarnir starfa á vegum þess sem kallað er Sérstakar málsmeðferðir á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. http://www.ohchr.org/EN/HRBodies/SP/Pages/Welcomepage.aspx
Meiri upplýsingar um:
Geðþótta fangelsanir: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Detention/Pages/WGADIndex.aspx
Þvinguð mannshvörf: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Disappearances/Pages/DisappearancesIndex.aspx
Tjáningar- og skoðanafrelsi: http://www.ohchr.org/EN/Issues/FreedomOpinion/Pages/OpinionIndex.aspx
Friðsamlegt fundahald og félagafrelsi: http://www.ohchr.org/EN/Issues/AssemblyAssociation/Pages/SRFreedomAssemblyAssociationIndex.aspx Heilsu: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Health/Pages/SRRightHealthIndex.aspx
Verjendur mannréttinda: http://www.ohchr.org/EN/Issues/SRHRDefenders/Pages/SRHRDefendersIndex.aspx Pyntingar: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Torture/SRTorture/Pages/SRTortureIndex.aspx

Mannréttindi í Kína: http://www.ohchr.org/EN/Countries/AsiaRegion/Pages/CNIndex.aspx