Kynferðislegt ofbeldi: Málum heiminn appelsínugulann!

0
968
Kynbundið ofbeldi

Þegar heilu þjóðfélögin stöðvuðust fyrr á árinu vegna COVID-19, komust milljónir kvenna og stúlkna í hættulegu stöðu: heima hjá sér.

25.nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi

Kynbundið ofbeldi
40 ára hamingja eftir Kostas Satlanis frá Grikklandi. Úr samkeppni UNRIC 2011.

Áður en faraldurinn braust út varð þriðja hver kona og stúlka að meðaltali fyrir barðinu á kynferðislegu- og/eða líkamlegu ofbeldi af hálfu nákomins karlmanna á ævinni. Sífellt fleiri úttektir og skýrslur benda til þess að slíkt ofbeldi hafi færst verulega í aukanna á tímum faraldursins.

Sameinuðu þjóðirnar hvetur þá til aðgerða um allan heim til þess að hjálpa fórnarlömbum og til að binda enda á ofbeldi gegn konum.

Skugga faraldurinn   

Kynbundið ofbeldi
Gæturðu lifað án brosins hennar? eftir Luis Silva frá Portutal. Úr samkeppni UNRIC 2011.

Áður en faraldurinn braust út kváðust 243 milljónir kvenna sig hafa orðið fyrir fyrir kynferðislegu- eða líkamlegu ofbeldi af hálfu síns nánasta á undanförnu ári, að sögn UN Women. Konurnar voru á aldrinum 15 til 49 ára og er hlutfallið 18%. Hlutfallið hækkar í 30% – nærri einn þriðja- ef um um ofbeldi einhverju sinni á æviskeiðinu er að ræða. Upplýsingar sem hafa verið að birtast að undanförnu benda til að tölurnar hækki nú verulega af völdum COVID-19.

Kynbundið ofbeldi
Höfnum ofbeldi eftir Vladimir Zokic frá Serbíu, úr samkeppni UNRIC 2011.

 

Í október birti Sjóður Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á ofbeldi gegn konum tölur sem byggðar eru á skýrslum og tölfræði frá kvennasamtökum sem láta til sín taka á þessu sviði. Samkvæmt þessari er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi ofbeldi gegn konum og stúlkum á þessum hamfaratímum, sérstaklega heimilisofbeldi.

Þessi uggvænlega þróun hefur verið kölluð „Skugga-faraldurinn.

 

Ástæður þessarar skelfilegu aukningar í heimilisofbeldi eru margslungnar en tengjast vitaskuld COVID-19. Áhyggjur af öryggi, heilbrigði og fjármálum hafa skapað spennu á heimilum. Innilokun hefur virkað sem olía á eldinn. Þröngt mega sáttir sitja, en þegar ósætti brýst út í útgöngubanni er ekki von á góðu.

Á sama tíma og heimilisofbeldi hefur færst í vöxt hefur röskun á starfi heilbrigðiskerfisins grafið undan viðbrögðum við skugga-faraldrinum. Á þetta jafnt við um umönnun slasaðra og stuðning við fórnarlömb.

 Ofbeldi á netinu

 

Kynbundið ofbeldi
Ummerki ofbeldis eru ekki alltaf sjáanleg. Sigurvegari samkeppni UNRIC 2011, Trine Sejthen frá Danmörku.


En árásir koma ekki aðeins innan frá heldur einnig að utan þökk sé stafrænni tækni.

UN Women greinir frá því aðað net-ofbeldi færist í vöxt, þar sem konur hafa aðgang að því .Fyrir COVID-19 hafði tíunda hver kona í Evrópusambandsríkjunum orðið fyrir áreitni frá 15 ára aldri. Innan þessa rúmast óumbeðin, dónaleg og kynferðislega opinská tölvuskeyti eða skilaboð á samfélagsmiðlum eða sms.

Notkun á samfélagsmiðlum hefur aukist á þessu ári. Og þar með notkun þeirra í þessum tilgangi. Milljónir kvenna og stúlkna eru á fjarfundum, sumar daglega, bæði í vinnu og námi.

Fram hefur komið í fréttum, á samfélagsmiðlum og í máli kvenréttindasérfræðinga að ýmis konar kynferðislegt net-ofbeldi er sífellt algengara. Það getur verið hvort heldur sem er einelti, eltihrelli, eða kynferðilseg áreitni. Þá má nefna sending óumbeðinna kynferðislegra myndbanda svo eitthvað sé nefnt.

 Málum heiminn appelsínugulan 

Kynbundið ofbeldi Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi 25.nóvember markar upphaf 16 daga virkni til höfuðs kynbundnu ofbeldi. Stendur þessi árlega aðgerðahrina til 10.desember – Mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Á það vel við enda kynbundið ofbeldi eitt algengasta og þrálátasta mannréttindabrot sem um getur.

Þema ársins vísar til appelsínugula einkennislitar átaksins. „Appelsínugulur heimur: Öflum fjár, bregðumst við, fyrirbyggjum og söfnum upplýsingum!“ (Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!).

Kynbundið ofbeldi
Þriðja hver kona hefur sætt ofbeldi af hálfu einhvers nákomins karlmanns. Marián Preis – Slóvakíu.Úr samkeppni UNRIC 2011.

Að venju er hvatt til þess að „mála heiminn appelsínugulan“. Fjöldi bygginga um allan heim, þar á meðal Harpa á Íslandi, eru lýstar upp með þessum lit. Er það táknræn aðgerð um bjartari heim án ofbeldis gegn konum og stúlkum.Almenningur, yfirvöld og fyrirtæki eru hvött til að skrýðast með einum eða öðrum hætti appelsíugulu til stuðnings við málstaðinn. Ekki þarf að lýsa upp byggingar þótt ánægjulegt sé – einnig er hægt að klæðast í þeim lit eða skreyta samskiptamiðlasíðu sína í appelsínugulu.

Auk þess að mála heimin með appelsínugulu felst í þema dagsins að að fjármagna (kvennasamtök), bregðast við (þörfum fórnarlamba), hindra (með því að ganga á hólm við venjur sem réttlæta ofbeldi gegn konum og stúlkum) og safna (upplýsingum sem geta legið til grundvallar stefnumörkun og áætlunum).

Myndinar með greininni eru úr samkeppni UNRIC um bestu auglýsingar til höfuðs kynbundnu ofbeldi árið 2011. Sjá nánar hér. 

Takið þátt og notið myllumerkin #orangetheworld #16days á samfélagsmiðlum.

Afnám ofbeldis