Láttu ekki þitt eftir liggja

0
457

 VAW Credit Katarzyna Wasilewska

Í hverju einasta heimshorni eru konur beittar ofbeldi. Oftast er gerandinn í hópi kunnugra: eiginmaður eða ættingi.

Ofbeldi gegn konum er eitt grófasta, algengasta og kerfisbundnasta mannréttindabrot sem um getur. Það snertir öll ríki og alla menningarheima. Meir en 600 milljónir kvenna búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi er ekki talið glæpsamlegt.

Ofbeldi snertir milljónir kvenna og samfélög þeirra; er Þrándur í götu þróunar og kostar milljarða dollara árlega í rekstri heilbrigðiskerfisins og vegna minnkandi framleiðni.

Talið er að sjö af hverjum tíu konum séu lamdar, misnotaðar, nauðgað eða misþyrmt á æfinni.

Ef þú vilt leggja þessu málefni lið er bent á UN Women á Íslandi. (http://www.unwomen.is/index.php/styrktu-starfid)