Lifrarbólga: aðeins 5% vita um smit

0
479
hepatitisPhoto PAHO WHO

hepatitisPhoto PAHO WHO

28.júlí 2016. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur ríki heims til að grípa til aðgerða til að auka vitund fólks um lifrarbólgu.

Jafnframt að greiða fyrir aðgangi að greiningu og meðferð . Aðeins einn af hverjum tuttugu sem er með lifrarbólgu veit af því. Og aðeins hundraðastihepatitis worldhepatitisday hver fær meðferð. Þema Alþjóðalifrarbólgudagsins,28.júlí, er að þessu sinni „Útrýming”.

„Ríki heims taka mikla áhættu með sinnuleysi um um lifrabólgu,“ segir Margaret Chan, forstjóri WHO. „Það er kominn tími til að fylkja liði í baráttunni gegn lifrarbólgu eins og gert hefur verið gegn smistjúkdómum á borð við HIV/Alnæmi og berklum.“

Um 400 milljónir manna í heiminum eru smitaðir af lifrarbólgu B og C, en það er tíu sinnum fleiri en þeir sem lifa með HIV smiti. Talið er að 1.45 milljón manna hafi látist af völdum sjúkdómsins árið 2013.

Allsherjarþingi WHO samþykkti í maí 2016 fyrstu alheims-áætlun um smitandi lifrabólgu. 

194 ríki standa að áætluninni sem gerir ráð fyrir að 8 milljónir manna fái meðferð við lifrarbólgu B og C fyrir 2020. Til lengri tíma er markmiðið að minnka lifrarbólgusmit um 90% og draga úr dauðsföllum um 65% fyrir 2030.