Mál 7

Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði

7.1 Eigi síðar en árið 2030 verði nútímaleg og áreiðanleg orkuþjónusta í boði alls staðar í heiminum á viðráðanlegu verði.

7.2 Eigi síðar en árið 2030 hafi hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins aukist verulega.

7.3 Eigi síðar en árið 2030 verði orkunýting orðin helmingi betri.

7.a Eigi síðar en árið 2030 verði alþjóðleg samvinna aukin í því skyni að auðvelda aðgengi að rannsóknum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku, meðal annars endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og háþróaðs og hreins jarðefnaeldsneytis, og ýtt undir fjárfestingu í orkugrunnvirkjum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku.

7.b Eigi síðar en árið 2030 verði innviðir styrktir og tækni nýtt í því skyni að veita öllum í þróunarlöndum, einkum þeim sem eru skemmst á veg komin, smáeyríkjum og landluktum þróunarlöndum, nútímalega og sjálfbæra orkuþjónustu í samræmi við áætlanir hvers og eins í þeim efnum.