Loftslagsleiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna kann að verða flýtt

0
480
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í viðtali við Financial Times í dag að leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál kunni að verða flýtt og verði haldinn 2008 í stað desember 2009 í Kaupmannahöfn.

Ban segir í viðtalinu að þetta velti á niðurstöðu funda umhverfisráðherra SÞ ríkja á indónesísku eyjunni Bali í desember á þessu ári. “Ég myndi fagna því ef samstaða næðist um þetta.” Bali-fundurinn og leiðtogafundurinn fjalla um nýjan loftslagssáttmála til að taka við af Kyoto sáttmálanum sem rennur út 2012.