Loftslagsviðræður: lokasprettur hafinn

0
449
bonn 533

bonn 533
19.október 2015. Síðasta samningalotan til að ljúka loftslagssáttmála áður en ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) hefst í París í lok ársins, hófst í dag í Bonn í Þýskalandi.
Samningalotan stendur í fimm daga og er vonast til að það þokist áleiðis að samkomulagi áður en oddvitar ríkja og ríkisstjórna hittast í París í lok nóvember og byrjun desember. Þá er stefnt að því að reka smiðshögg á samkomulag sem ætlað er að draga úr hlýnun jarðar og styðja við bakið á fátækum ríkjum í viðleitni þeirra til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Ný drög að samkomulagi, sem hefur verið stytt úr 80 síðum í 20, hefur verið lagt fram. Þróunarríki hafa brugðist ókvæða við. Afríkuríki sem talin eru njóta stuðnings G77 hóps þróunarríkja og Kína, sögðu í yfirlýsingu við upphaf samningalotunnar í dag að textinn væri ótækur sem grundvöllur viðræðna því hann tæki ekki tillit til hagsmuna þeirra.

153 ríki hafa lagt fram áætlun um hvernig þau ætli að skera niður losun koltvíserings efgtir 2020. Alls bera þessi ríki ábyrgð á meir en 90% af slíkri losun í heiminum. Markmið samningaferlisins er að hitastig á jörðinni hækki innan við tvær gráður sé miðað við hitastig fyrir iðnbyltingu.

Janos Pasztor Event 15 10 2015 1036Janos Pasztor, aðstoðar-framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga viðurkenndi á blaðamannafundi í Brussel í síðustu viku að ef niðurstöður áætlana einstakra ríkja séu lagðar saman, sé ólíklegt að það takist að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráðu takmarksins. Hins vegar væri útlit fyrir að það tækist að koma í veg fyrir 4 til 4.5 gráðu hækkun hitastigs eins og orðið hefði, ef ekki væri að gert.

„Sú staðreynd að einstök ríki hafi gefið út yfirlýsingar um niðurskurð losunar, er mikilvæg, ekki síst vegna þess að hægt er að herða á þessum skuldbindingum eftir Parísar-ráðstefnuna,“ sagði Pasztor.

Fjármögnun baráttunnar gegn afleiðingum loftslagsbreytingar er eitt mikilvægasta umfjöllunarefni viðræðnanna. Þróunarríki vilja áþreifanleg loforð, ekki aðeins um heildarupphæðir heldur hverjir standi straum af kostnaði og til hvers féð verði notað. Þau kjósa að framlög verði tekin af almannafé og að sjóðum verði skipt á milli aðlögunar og mildunar á áhrifum loftslagsbreytinga.

Pasztor segir að „áhugaverð þróun“ eigi sér stað í þessum málaflokki. Ríkum löndum ber skv.fyrri samkomulagi að greiða andvirði hundrað milljarða Bandaríkjadala árlega frá 2020 að telja, til að að styðja við bakið á viðleitni fátækra ríkja til að minnka losun koltvíserings og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Á síðasta ári var andvirði 62 milljarða dala safnað. „Ég er bjartsýnn á aðheildarupphæðin í ár verði talsvert hærri rn 62 milljarðar. Slíkt væru skýr skilaboð til þróunarríkja; ekki síst lítilla ey-þróunarríkja, og getur skipt miklu máli,“ sagði Pasztor.