Malala segir markið ekki sett nógu hátt

0
524
Malala

Malala
7.júlí 2015. Óhætt er að segja að Malala Yousafzai hafi komið séð og sigrað á ráðstefnu um Menntun í þágu þróunar sem stendur yfir í Osló.
 
Malala, sneri aftur til Oslóar í fyrsta skipti síðan hún tók við Friðarverðlaunum Nóbels í fyrra, og var jafn skelegg í baráttu sinni fyrir menntun jafnt stúlkna sem drengja og áður.
 
Hún gerði að umræðuefni að nýverið hafi verið samþykkt á alþjóðlegri ráðstefnu í Suður-Kóreu að stefna að því að öll börn nytu skólagöngu í 9 ár. Hún spurði hvort viðstaddir myndu telja slíkt fullnægjandi fyrir sín börn – markið væri ekki sett nógu hátt, það þyrfti að lengja þetta í 12 ár.
 
Malala var heldur ekki í vafa um hvert bæri að sækja þetta fé, þetta væru smámunir hjá því fé sem eytt væri til hermála; upphæðin væri álíka og viku hernaðarútgjöld í heiminum.
 
Ban PMBan Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var spurður út í ummæli Malala á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, gestgjafa ráðstefnunnar. Ban sagðist hafa margoft bent á það að hernaður væri offjármagnaður og friður fjársveltur í heiminum.

“Við þurfum að eyða meira fé í aðgerðir sem hlúa að friði. Þess vegna eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að semja um ný Sjálfbær þróunarmarkmið, en menntunn er einmitt eitt af þeim sautján markmiðum sem er að finna í samningsuppkasti.”
 
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs tilkynnti að Norðmenn hefðu tekið frumkvæði um skipan nýrrar nefndar skipaðri hátt settum einstaklingum til þess að finna leiðir til að fjármagna menntun í þróunarríkjum. Fjárskortur er talinn valda því að mörg ríki hafa ekki náð einu af átta Þúsaldarmarkmiðum um þróun sem gerir ráð fyrir að öll börn njóti að minnsta kosti grunnskólamenntunnar fyrir lok 2015.
 
Talið er að það kosti 22 milljarða dollara árlegt framlag til ársins 20130 að tryggja framgang þessa markaðs.
 
“Ég er mjög ánægð með að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fagnað slíkri nefnd. Skýrsla hennar verður afhent aðalframkvæmdastjóranum og hann leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tryggja að ráðleggingum hennar verði fylgt eftir,” sagði Solberg, forsætisráðherra Noregs.
 
http://www.unric.org/is/upplysingar-um-st/22