Mannréttindabrot halda áfram í austur Úkraínu

0
486

úkraína

25.nóvember 2014. Óbreyttir borgarar eru drepnar, þeim haldið nauðugum, eru látnir hverfa eða sæta pyntingum í austurhluta Úkraínu, segir í nýrri skýrslu mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er sjöunda skýrsla 35 manna eftirlitshóps um mannréttindi á vegum Sameinuðu þjóðanna og fjallar um tímabilið 17.september til 31.október 2014 og var kynnt í Genf í síðustu viku. „Brot á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum halda áfram,” segir í skýrslunni. “ „Það hefur bein áhrif á mannréttindaástandið í austurhluta Úkraínu að það er mikið af háþróuðum vopnum auk erlendra vígamanna, þar á meðal hermenn frá rússneska sambandslýðveldinu,“ segir enn í skýrslunni. 

Í skýrslunni segir að enn berist tilkynningar um að vopnaðar sveitir fremji alvarleg mannréttindabrot, þar á meðal pyntingar, geðþótta handtökur, aftökur án dóms og laga, þvinguð vinna og kynferðislegt ofbeldi auk eyðileggingar og ólögleglegrar upptöku eigna.

Að sögn Mannréttindaskrifstofunnar létust að minnsta kosti 4.317 manns og 9.921 særðust á átakasvæðinu í austurhluta Úkraínu á tímabilinu frá miðjum apríl til 18.nóvember. Frá því vonahlé var lýst yfir hafa 957 týnt lífi, en sumir kunna þó að hafa látist fyrr þó tilkynningar hafi borist síðar.

ZeidListi fórnarlamba heldur áfram að lengjast,“ segir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna Zeid Ra’ad Al Hussein og bendir á að í raun sé tómt mál að tala um vopnahlé því að meðaltali hafi 13 látist á hverjum degi í kúlnahríð og sprengjuárásum frá því það tók gildi.

Fjöldi fólks sem flosnað hefur upp vegna átakanna hefur aukist úr 275.489 um miðjan september í 466.829 um miðjan nóvember.
Sjá nánar.

Myndir. 1. Eftirlitsmaður ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) kannar verksummerki eftir sprengjuárás í Úkraínu, síðastliðið sumar. OSCE/Evgeniy Maloletka. 2. Zeid Al-Hussein, Mannréttindastjóri (High Commissioner for Human Rights) SÞ-mynd/Rick Bajornas.