Mannréttindi frumbyggja: Kastljósi beint að Grænlandi

0
254
Frumbyggjar. Mannréttindi
Illulissat, Grænlandi. Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0

Frumbyggjar. Mannréttindi. Mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í málefnum réttinda frumbyggja mun heimsækja Danmörku og Grænland 1-10 febrúar 202.

Sérfræðingurinn mun fara í saumana á ýmsum málefnum sem tengjast frumbyggjum. Þar má nefna sjálfsákvörðunarrétt, dómskerfi, stöðu barna og ungmenna, jafnréti kynjanna og húsnæðismál. Einnig mun hann kanna stöðu geðheilbrigðismála, viðskipta, mannréttinda og loftslagsbreytingar.

Skýrsla til Mannréttindaráðsins

Frumbyggjar. Mannréttindi
José Francisco Cali Tzay sérstakur erindreki um réttindi frumbyggja. Mynd: OHCHR

Sérfræðingurinn, José Francisco Cali Tzay heimsækir Kaupmannahöfn, Nuuk og Sisimut. Hann mun ræði við embættismenn, samtök frumbyggja, borgaralegt samfélag og fulltrúa Sameinuðu þjóðanna.

Hann mun skila lokaskýrslu til Mannréttindaráðs Sameinuð þjóðanna í september 2023.

Inúítar eru frumbyggjar Grænlands og eiga aðild að Fastaráði um málefni frumbyggja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Sjá einnig til dæmis hér, hér og hér.