Mengað vatn mannskæðara en ofbeldi og stríð

0
483
alt

Fleiri deyja í heiminum á hverju ári vegna skorts á hreinu vatni en af völdum hvers kyns ofbeldis, þar á meðal stríðs. Þetta kemur fram í ávarpi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, á alþjóðlega vatnsdaginn, 22. mars. Þema dagsins í ár er “Hreint vatn fyrir heilbrigðan heim.” “Þetta þema undirstrikar að bæði gæði og magn vatnsbirgða er í hættu,” segir Ban í ávarpi sínu.

 

alt

“Veröldin hefur þekkinguna til að bera til að mæta þessari áskorun og stjórna betur vatnsbirgðum okkar. Vatn er miðlægt í öllum þróunarmarkmiðum okkar.”


Ban bendir þannig á að vatn sé uppspretta lífs og bindi saman allar lifandi verur í heiminum. “Vatn tengist öllum markmiðum Sameinuðu þjóðanna: bættri heilsu og lífslíkum mæðra og barna, fæðuöryggi, valdeflingu kvenna, sjálfbærri þróun og aðlögun að loftslagsbreytingum.  Það var einmitt með þessar tengingar í huga sem yfirlýsingin um að 2005 til 2015 skyldi vera alþjóðlegur áratugur helgaður baráttu fyrir “Vatni í þágu lífs,” segir í ávarpi framkvæmdastjórans.