Uppfylla verður þúsaldarmarkmiðin segir Ban

0
465
Ban Ki-moon

Sameinuðu þjóðunum, New York, 16. mars–

Ban Ki-moonBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að samþykkt verði aðgerðaáætlun til að flýta því að Þúsaldarmarkmiðunum um þróun verði hrynt í framkvæmd. Ban lét þessi orð falla þegar hann kynnti skýrsluna “Keeping the Promise” (Að standa við loforðið) í aðdraganda leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna í New York í september af því tilefni að nú eru fimm ár þangað til markmiðunum á að vera náð.  

“Við megum ekki bregðast þeim milljörðum manna sem horfa til alþjóðasamfélagsins um að standa við Þúsaldarályktunina um betri heim. Hittumst í September og stöndum við loforðið,” segir Ban í skýrslunnni sem kom út í dag, 16. mars.

Skýrslan sem mun liggja til grundvallar umfjöllunar ríkisstjórna um aðgerðir á fundinum 20.-22. September skilgreinir hvar árangur hefur náðst og hvaða lærdóma má draga, bendir á komandi vanda og tækifæri og gerir grein fyrir sérstökum ráðleggingum til að hraða þróun næstu fimm árin.

“Heimurinn býr yfir nægri þekkingu og auðæfum til að ná Þúsaldarmarkmiðunum,” segir Ban í skýrslunni. Hann segir að ef markmiðunum yrði ekki náð væri það “óásættanlegt”. “Ef okkur mistekst mun aðsteðjandi vandi margfaldast; ofbeldi, sjúkdómsfaraldrar, umhverfisspjöll og stjórnlaus mannfjölgun.”