Mengun grandar jafnmörgum og krabbamein

0
474
Environment1

Environment1

31.ágúst 2016. Nýr forstjóri UNEP, Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að mengun verði 7 milljónum jarðarbúa að aldurtila árlega.

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að sjö milljónir manna í heiminum deyji af völdum mengunar, þetta er í stórum dráttum sami fjöldi og deyr af völdum krabbameins,“ sagði Erik Solheim, fyrrverandi umhverfisráðherra Noregs og nýráðinn forstjóri UNEP á blaðamannafundi í Genf.

Solheim1Solheim lagði áherslu á mikilvægi samstarfs við ýmsa aðila í starfi UNEP. „Við verðum að minnsta kosti að að vera reiðubúin til samstarfs við fyrirtæki, sem ýmist skara fram úr eða vilja breytingar,“ sagði Solheim og benti máli sínu til stuðnings á nýlegan samning við Ethiopian Airlines sem miðar að því að bæta orkunýtingu flugfélagsins.

Annað áhersluatriði að sögn Solheim er að „kanna skörun umhverfismála annars vegar og stríðs og átaka og uppflosnun fólks hins vegar.“

Hann sagði að til þess að skerpa sýn á þessi máli, sé nauðsynlegt að ná til fleiri og breyta áherslum til þess að fanga athygli fólks. Eitt fyrsta skrefið er að breyta nafni stofnunarinnar úr UNEP í UN Environment, eða SÞ Umhverfi.

Solheim ræddi um hvernig fyrri reynsla hans gæti nýst í nýju starfi. Hann sagðist hafa komist að raun um mikilvægi samræðu og málamiðlana í starfi sínu sem samningamaður í friðarferlinu á Sri Lanka á árunum 1998 til 2005.

„Að mínu mati á alltaf að halda áfram samtali, jafnvel þótt pólitískir leiðtogar jafnt sem skæruliðaforingjar eða forkólfar hryðjuverkamanna virðist ófúsir til málamiðlana. Það er alltaf þess virði að halda áfram samræðum,“ sagði hann.

Solheim var kosinn forstjóri UNEP til fjögurra ára á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13.maí síðastliðinn og tók hann við af Þjóðverjarnum Achim Steiner sem hafði veitt stofnuninni forystu í áratug.

Solheim var þróunarmálaráðherra Noregs frá 2005-2007 og gegndi þvi starfi áfram samhliða embætti umhverfisráðherra á árunum 2007-2012.

Myndir: Tengja má marga skæða sjúkdóma við umhverfismengun og má nefna húð- og lungnakrabbamein, astma, blýeitrun, mýrarköldu, ebólu og zika. Mynd: World Bank/Curt Carnemark

Erik Solheim. UN Photo/Rick Bajornas

Myndband: Solheim á blaðamannafundi í Genf í gær.