Mexíkó hefur verið valið til að halda Alþjóða umhverfisdaginn 2009.

0
415

 Mexíkóborg/Nairobi, september 2008—

Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna  (UNEP) sem hefur veg og vanda af Umhverfisdeginum fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna hefur kosið þemað “Plánetan þarfnast ykkar – Sameinumst um að berjast gegn loftslagsbreytingum.” (Your Planet Needs You—UNite to Combat Climate Change). Mexíkó hefur verið valið til að vera gestgjafi dagsins.

Achim Steiner, forstjóri UNEP.

Með þessu vígorði er lögð áherslu á nauðsyn þess að nýtt loftslagssamkomula takist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahönf sem hefst 180 dögum eftir umhverfisdaginn.

Ákvörðunin um umhverfisdaginn var tilkynnt á sameiginlegum blaðamannafundi Felipe Calderón, forseta Mexíkó og Achim Steiner, forstjóra UNEP í Mexíkóborg. 

Staðarvalið helgast að hluta til af auknu mikilvægi ríkja latnesku Ameríku í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þá er Mexíkó meðal helstu forkólfa í átaki UNEP um að gróðursetja milljarð trjáa. Mexíkó hefur einsett sér að gróðursetja fjórðung þessara trjáa.

UNEP hefur nú tilkynnt um enn metnaðarfyllra átak um gróðursetningu sjö milljarða trjáa. Markmiðið er að hafa gróðursett eitt tré fyrir hvern jarðarbúa þegar Kaupmannahafnarfundurinn hefst. 

Achim Steiner, er aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk þess að veita UNEP forystu sagði á blaðamannafundinum: “Mér er það sönn ánægja að forseti Mexíkó og mexíkóska þjóðin skuli vera gestgjafar umhverfisdagsins aðeins 180 dögum áður en ríkisstjórnir heims koma saman til hinnar þýðingarmiklu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.”