Miðill sem virkar án tillits til tungumáls, menningar eða trúarbragða

0
439

 Rein Skullerud

NORÐURLANDABÚI MÁNAÐARINS. DESEMBER 2014. Rein Skullerud, frá Noregi er yfirmaður ljósmyndadeildarinnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann er Norðurlandabúi Sameinuðu þjóðanna hjá okkur að þessu sinni.

„Ég tók mína fyrstu mynd þegar ég var átta ára og var farinn að selja ljósmyndir þegar ég var fjórtán. Ég hef alltaf verið heillaður af því að geta fangað augnablikið og geta deilt því með öðrum og því hefur ljósmyndum höfðað til mín síðan ég var krakki. Þegar ég var búinn að læra tæknina, einbeitti ég mér að því að því að nota ljós til að skapa ákveðið andrúmsloft í myndunum.

Drought Niger 2012Ég byrjaði að vinna hjá WFP 1999 í deild samskipta við ríkisstjórnir, en af þvi að ástríða mín fyrir ljósmyndun var þekkt, var ég beðinn að hlaupa í skarðið og leysa af á jósmyndadeildinni. Svo fór að manneskjan sem ég leysti af snéri ekki aftur og ég fékk starf ljósmyndara hjá WFP.

Í starfi mínu hjálpa ég fólki og það er mikil blessun; ástríða mín er orðið lifibrauð mitt og það er önnur Guðs blessun! Það er einstakt að geta sameinað þetta tvennt, ég held að margir hljóti að vera sammála mér um það.

Þú ert búinn að taka myndir fyrir WFP í meir en áratug. Hvaða augnablik standa upp úr á þeim tíma?

Mörg augnablik á ferlinum hafa haft mikil áhrif á mig, til dæmis að sjá eyðilegginguna eftir flóðölduna á Indlandshafi sem reið yfir Banda Aceh í Indónesíu 2004, en ég get einnig nefnt jarðskjálfta, þurrrka, átök og þess háttar um víða veröld. Ég held ég get ekki mælt áhrifin. Stundum er augnaráð einnar manneskju manni minnisstætt alla æfi. Annars hafa þær hörmungar sem ég hef orðið vitni að mest áhrif á mig. Ég hef orðið vitni að hamförum af ýmsum toga, magni og styrkleika en ég hef alltaf reynt að gera mitt besta til að koma til skila hinu mannleg með virðingu og reisn.

Hvernig geta ljósmyndar túlkað loftslagsbreytingar? niger drougth 2012

Loftslagsbreytingar eru sjáanlegar; ég hef orðið vitni að ofsaveðri, þurrkum og flóðum. Ég hef séð hvað mannkynið hefur þurft að leggja á sig til að byggja upp og koma í veg fyrir skaða. Atvinnuljósmyndurum ber að segja söguna um loftslagsbreytingar á trúverðugan og áhrifaríkan hátt til að vekja til vitundar, en við skulum heldur ekki gleyma því að á okkar tímum er hver einasti maður með myndavél í vasanum. Þetta þýðir að við ættum að geta séð áhrif loftslagsbreytinga hvar sem er í heiminum um leið og þau birtast. Mér finnst þetta Pakistan floods 2010mjög áhugaverður möguleiki.

Ljósmyndun skiptir máli þegar við fjöllum um hvað er að gerast í heiminum. Þar er tækifæri til að risssa upp útlínur sögunnar sem segja skal hverju sinni. Þetta er miðill sem virkar án tillits til tungumáls, menningar eða trúarbragða og er þess vegna ekki fastur í viðjum þeirra. Samspil staðreynda og ljósmynda getur verið mjög kraftmikið, samanborið við tölur einar út af fyrir sig. Öflugar ljósmyndir eiga vissulega erindi til að vekja fólk til vitundar um loftslagsbreytingar og hvetja til aðgerða.

Hér má sjá myndband þar sem Rein sýnir myndir frá Níger og segir frá myndefninu:

 

Hér má sjá ljósmyndir WFP :
http://photos.wfp.org