Sérfræðingur SÞ leggur mat á áhrif bankakreppunnar á Íslandi

0
445

HRCOUNCIL

4. desember 2014. Juan Pablo Bohoslavsky, óháður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um erlendar skuldir, heimsækir Ísland dagana 8.til 15. desember 2014 til að safna upplýsingum um áhrif hruns fjármálageira landsins og efnahagslegrar aðlögunar á mannréttindi.

„Ég mun leggja mig sérstaklega eftir því hvernig bankakreppan hefur snert réttindi til vinnu, húsnæðis, heilbrigðis og menntunar og ákveðna þjóðfélagshópa,” segir Bohoslavsky. Þetta er fyrsta heimsókn óháðs sérfræðings um áhrif erlendra skulda á mannréttindi til Íslands. Sérfræðingurinn er skipaður af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

„Margir telja að Ísland hafi valið sérstaka leið til að bregðast við fjármálakreppunni með viðleitni til að tryggja þátttöku almennings, auk pólitískra og lagalegra reikningsskila,” benti hann á.

Óháði sérfræðingurinn mun einnig kanna viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að milda neikvæð félagsleg áhrif á landsmenn. „Við þurfum að kynnast betur hvað ríki geta gert til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á mannréttindi þegar þau standa frammi fyrir hrikalegum skuldabagga eða neyðast til að grípa til sársaukafullrar efnahagslegrar aðlögunar,” segir hann.

BohoslavskyBohoslavsky, kemur til Íslands í boði stjórnvalda og mun ræða við háttsetta embættismenn úr mörgum ráðuneytum og ríkisstofnunum. Hann mun einnig hitta að máli forseta hæstaréttar, þingmenn, fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, umboðsmenn, íslenskar mannréttindastofnanir, frjáls félagasamtök auk sérfræðinga háskólasamfélagsins.

Óháði sérfræðingurinn heldur blaðamannafund til þess að kynna bráðabirgðaniðurstöður sínar mánudaginn 15.september kl. 11.30 í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna), Laugavegi 176, 5.hæð, 105 Reykjavík.

Lokaniðurstöður hans og helstu ráðleggingar verða kynntar í heildstæðri skýrslu til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skipaði Juan Pablo Bohoslavsky Óháðan sérfræðing um áhrif erlendra skulda á mannréttindi 8.maí 2014. Áður starfaði hann sem sérfræðingur um ríkisskuldir hjá Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (the United Nations Conference on Trade and Development (UNCTAD)). Þar samræmdi hann starf Sérfræðingahóps um ábyrgar lántökur ríkja. Umboð hans nær til allra ríkja og var síðast endurnýjað af hálfu Mannréttindaráðsins í ályktun 25/16. Hann starfar óháð öllum ríkisstjórnum og samtökum og starfar í eigin nafni.

Sjá nánar: http://www.ohchr.org/EN/Issues/Development/IEDebt/Pages/IEDebtIndex.aspx

Mannréttindaráð, landssíða – Ísland
http://www.ohchr.org/EN/countries/ENACARegion/Pages/ISIndex.aspx

Fylgist með Mannréttindum hjá Sameinuðu þjóðunum á samskiptamiðlum:

Facebook: https://www.facebook.com/unitednationshumanrights
Twitter: http://twitter.com/UNrightswire
Google+ gplus.to/unitednationshumanrights
YouTube: http://www.youtube.com/UNOHCHR
Storify: http://storify.com/UNrightswire

Athugið Alheims mannréttindaskrána: http://uhri.ohchr.org/en

Mynd: Mannréttindaráðið að störfum í Genf. SÞ-mynd/Jean-Marc Ferré.