Mohammed kannar áhrif loftslagsbreytinga á Langjökli

Loftslagsbreytingar.Ísland. Amina J.Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði verksummerki loftslagsbreytinga á Langjökli á fyrsta degi heimsóknar sinnar til Íslands 8.-10.október.  

Mohammed  heimsótti einnig íshellinn í jöklinum og Deildartunguhver. Aðalerindi hennar til Íslands er að taka þátt í Imagine Forum: norræn samstaða um frið en hún flytur ræðu á þinginu á þriðjudag.

 „Ég er komin til Íslands þar sem ég mun taka höndum saman við ríkisstjórnir og samstarfsaðila alls staðar að í sameiginlegri viðleitni okkar til að vinna málstað friðar brautargengi í hrjáðum heimi,“ sagði Mohammed. „Þetta er einstakt land, sem hefur einstöku hlutverki að gegna til stuðnings fjölþjóðlegum lausnum.“

Mohammed við Langjökul.
Mohammed við Langjökul. Mynd: UN Photo/Pier Paolo Cito

Mánudagskvöld verður hún viðstödd og tekur til máls þegar kveikt er á Friðarsúlunni í Viðey til heiðurs minningu Johns Lennon.

Vara-aðalframkvæmdastjórinn  mun ræða við forseta Íslansds, forsætisráðherra og utanríkisráðherra og sitja fund utanríkismálanefndar. Þá hittir hún fulltrúa Félags Sameinuðu þjóðanna, UNICEF og UN Women á Íslandi auk ungmennafulltrúa.

Í íshellinum.
Í íshellinum. Mynd: UN Photo/Pier Paolo Cito

 Amina J.Mohammed er bresk-nígerísk og var umhverfisráðherra Nígeríu áður en hún tók við núverandi starfi sem staðgengill aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hún tók virkan þátt í samningaviðræðum sem leiddu til samþykktar Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun 2015. Hún styrir Heimsmarkmiðastarfi samtakanna.

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra