Mynd af Hólárjökli vinnur ljósmyndaleik!

0
424

 Sigurpáll

7.september 2015. Dómnefnd hefur valið mynd Sigurpáls Ingibergssonar af Hólarjökli sigurvegara í ljósmyndaleiknum ‪#‎MittFramlag‬.

Dómnefndin taldi að samsettar myndir Sigurpáls af Hólarjökli sem teknar eru með tíu ára millibili sýni í hnotskurn áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.
Vísindamenn telja að 80 af jöklum á Íslandi muni bráðna fyrir lok þessarar aldar. Því er spáð að Langjökull, næststærsti jökull landsins, hverfi innan hálfrar annarar aldar.

Sigurvegarinn í vali dómnefndar hlýtur ferð fyrir tvo til Parísar á meðan COP21, Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, stendur yfir í desember. Icelandair og franska sendiráðið á Íslandi gáfu vinninginn og hefur Sigurpáll og gestur hans tök á að heimsækja ýmsa viðburði í tengslum við loftslagsráðstefnuna.

kríaMyndin sem hlaut önnur verðlaun er eftir Helga Jóhann Hauksson en hún hlaut vinsældarverðlaunin, þ.e. hún hlaut flest „like“ á vefsíðu og facebook síðu leiksins. Önnur verðlaun eru forláta hjól frá Húsasmiðjunni en aðstandendur leiksins vilja með hjólinu minna á umhverfisvænar samgöngur sem gott framlag hvers og eins í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Alls bárust 154 ljósmyndir í ljósmyndaleikinn. Tilgangurinn var að vekja almenning til vitundar um lofslagsbreytingar. Engin skilyrði voru um val á myndefni að öðru leyti en því að myndirnar skyldu minna með einum eða öðrum hætti á loftslagsbreytingar. 

Myndum var hlaðið inn á á netið með Instagram, Twitter og Facebook og á vefsíðu leiksins, www.mittframlag.is
Ljósmyndaleikurinn var haldinn í samvinnu Evrópustofu, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Umhverfisstofnunar, Sendiráðs Fraklands á Íslandi, Reykjavíkurborgar, Kapals – markaðsráðgjafar og UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.