Myndasamkeppni barna um loftslagsmál

0
492

 Nairobi, 17. júlí. “Loftslagsbreytingar: Okkar áskorun” er þema 18. Alþjóðlegu myndasamkeppninnar sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP)  kynnti í dag.  

  Í ár verður kastljósinu í myndasamkeppninni beint að loftslagsbreytingum, frá áhrifum hlýnunar jarðar til þeirra aðgerða sem hægt er að gípa til – eins og að nota endurnýjanlega orku og orkusparandi ljósaperur, sameinast um notkun einkabíla, nota almenningssamgöngur og gróðursetja tré, svo eitthvað sé nefnt.  

Börn á aldrinum 5 til 13 ára eru hvött til að taka þátt í keppninni sem nýtur sívaxandi vinsælda. Á síðasta ári voru öll met slegin en þá voru 15.550 verk send í keppnina frá 90 löndum. UNEP heldur keppnina á hverju ári ásamt Foundation for Global Peace and Environment (FGPE) í Japan, Bayer og Nikon Corporation. Frá því henni var ýtt úr vör árið 1991 hafa börn í meir en 100 ríkjum sent inn rúmlega 190 þúsund verk.  

Einn heimsmeistari verður valinn og sex álfumeistarar. Tvö þúsund dollarar eru í verðlaun fyrir heimsmeistarann en eitt þúsund fyrir hvern álfumeistaranna. Öllum sigurvegurum verður svo boðið ásamt fylgdarmanni á Alþjóðlegu barnaráðstefnuna Tunza 2009. 

Þátttakendur skulu senda mynd sína fyrir 15. janúar 2009 á Evrópu-skrifstofu UNEP (sjá að neðan). Álfumeistararnir verða kynntir 22. apríl 2009 og heimsmeistarinn á Alþjóðlegu barnaráðstefnunni Tunza (staður og tími verður ákveðinn síðar).

 Um reglur keppninnar, sjá: http://www.unep.org/tunza/children/inner.asp?ct=competitions&comp=int_comp

Nánari upplýsingar: Nick Nuttall, talsmaður, UNEP sími:                    +254 20…          eða                   +41 795965737         , tölvupóstur: [email protected]

 Eða Anne-France White, aðstoðar upplýsingafulltrúi sími:                   +254 20 762 3088          eða tölvupóstur: [email protected].

 Heimilisfang skrifstofu UNEP í Evrópu: UNEP/Regional Office for Europe
International Environment House
11 – 13 Chemin des Anémones
1219 Châtelaine – Geneva
Switzerland