Myndavélar í símum : vörn gegn mannréttindabrotum

0
465
filming

filming

27.maí 2015. Útbreiðsla snjallsíma með myndavélum getur skipt sköpum í mannréttindabaráttu.

„Allt í einu eru venjulegir borgarar farnir að styðja mannréttindi því þeir geta kvikmyndað brot á mannréttindum og geta þannig barist fyrir sínum eigin mannréttindum,“ segir Sarit Michaeli, talsmaður ísraelsku mannréttindasamtakanna B‘Tselem.

Með farsíma, að ekki sé talað um snjallsíma, er hægt að taka upp myndskeið eða ljósmyndir fyrirvaralaust og án fyrirhafnar hvar og hvenær sem er. Að sögn Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) eru farsímar í heiminum séu jafnmargir jarðarbúum.

Fjöldi farsíma hefur vitaskuld mikil áhrif á samskipti fólks og hefur gríðarleg áhrif á starf mannréttindasamtaka.

B’Tselem-samtökin fylgjast með og skrá mannréttindabrot beggja aðila í deilum Ísrael og Palestínumanna á herteknu svæðunum. Eitt af helstu tækjum og tólum samtakanna eru myndbandsupptökur, sem oft og tíðum eru verk einstaklinga.

Forvarnargildi

„Myndavél er engin töfravörn en oft og tíðum hefur tilvist svo margra síma með myndavélum forvarnargildi og verndar fólk frá ofbeldi yfirvalda. Myndavélarnar hafa í för með sér að báðir aðilar hugsa sig um tvisvar áður en þeir beita ofbeldi,“ segir Sarit Michaeli.

Það skiptir B’Tselem miklu máli að geta skírskotað með beinum hætti til þátttöku almennra borgara í því að fylgjast með og skrá brot, ekki síst vegna þess að þetta eflir þá sem standa höllustum fæti.

„Notkun farsíma og samskiptamiðla virkjar sérstaklega ungt fólk og konur sem annars hefðu enga möguleika á að gefa vitnisburð um ofbeldi gegn þeim sjálfum eða öðrum. Myndavélin gefur þeim rödd og tækifæri til að segja sögu sína. Þetta er að mörgu leyti aflvaki breytinga sem skapar tækifæri til að mynda þrýsting á yfirvöld, efla baráttufólk fyrir mannréttindum og auka vitund um mannréttindabrot. Við höfum staðfest dæmi um að fókli hafi verið sleppt úr haldi þegar upptöku sýna fram á að ásakanir gegn þeim eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Michaelis.

Myndir sýna fram á landrán í Kambodíu

CambodiaNý tækni hefur einnig haft áhrif á baráttuna fyrir réttindi borgara gagnvart yfirövldum í Kambodíu. „Við dreifum snjallsímum og þjálfum fólk í að nota þá til að afla vitnisburðar um ofríki stjórnvalda til dæmis í mótmælaaðgerðum,“ segir Naly Pilorge, hjá mannréttindasamtökunum Licadho í Kambodíu.

„Margir Kombodíumenn eru ólæsir, en allir eiga síma. Upptökurnar styðjast ekki við skrifaðan texta og það þýðir að við náum til landshluta og fólks sem við myndum annars ekki ná til. Með þessum hætti höfum við aflað sönnungargagna um landrán í Kambodíu sem stjórnvöld hafa um árabil vísað á bug að eigi sér stað,“ segir Pilorge

Þessi bylting helst í hendur við þær miklu umbreytingar sem felast í útbreiðslu samskiptamiðla. Aldrei hefur verið eins einfalt að koma upplýsingum og vitnisburði óhindrað á framfæri.

„Eitt lítið „læk“ getur skipt þann einstakling sem á í hlut, miklu máli“ bendir Sarit Michaeli á.

Og möguleikar nýrrar tækni fyrir baráttumenn mannréttinda, eru alls ekki tæmdir.  Michaeli spáir því að í framtíðinni verði enn einfaldara að „streyma“ upptökum af atburðum í beinni útsendingu. Með því móti minnkar hættan á að upptökutæki séu gerð upptæk og upptökurnar glatist eða þeim sé eytt.

(Heimild Verdens Bedste Nyheder

Ljósmyndir: Flickr/Thomas Au (https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/) og Licadho. 

Dæmi um upptökur B’Tselem: Ísraelskir hermenn ryðjast inn á palestínskt heimili um miðja nótt.